Það er vandlifað í henni neysluveröld Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Freyja Víðisdóttir Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun