Við hvað erum við hrædd? Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 15:01 Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað. Þegar ég gekk af sviðinu var ég stoppuð af manni sem fann sig knúinn til að tala um hvað litningar okkar munu segja þegar við verðum grafin upp eftir 1000 ár. Þá yrði nú aldeilis öruggt að allt sem kæmi úr þeim rannsóknum væri að við mannfólkið hefðum alltaf verið annað hvort karl eða kona. Hann spurði mig í framhaldinu hvernig ég gæti rökstutt að til væru fleiri en tvö kyn, og áréttað að auðvitað væri það á mína ábyrgð að kenna fólkinu hvað það væri. Í fyrsta lagi langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort það, að ég minni á inngildandi orðalag, valdi því að það sé þá á mína ábyrgð að kenna hvað í því felst þegar talað er um fleiri en tvö kyn? Nú þegar er ógrynni af upplýsingaefni er aðgengilegt á íslensku og fleiri málum. Hver er ábyrgð fólks að afla sér upplýsinga sjálft? Á meðan hann talaði hlustaði ég og hugsaði um hvað hann var að segja. Fyrir mér stóð það ekki upp úr að litningarnir okkar myndu mögulega segja að við værum tvö kyn, heldur það, hvað við vitum lítið um forforeldra okkar. Hvernig hafði tíðarandinn áhrif á hugsanir þeirra og ákvarðanir. Hvernig þenkjandi voru þau? Voru þau opin um kynvitund sína og var yfir höfuð hugsað um kynin sem tvö eða fleiri, eða var hugsað um kyn yfir höfuð. Ef leit okkar að upplýsingum um forforeldra okkar takmarkast við litninga, hvað segir það okkur í raun? Eru það vísindin sem við ætlum að móta veruleika okkar núna út frá. Fyrir utan það að eftir 1000 ár höfum við ekki hugmynd um hvernig hægt verður að greina líkama okkar og sálir. Eru heimildir okkar þá ritað mál, fréttir, texti á skinni, myndir í hellum? Hvernig eru fjölmiðlar í dag? Fjalla þeir um allt það sem við erum að ganga í gegnum eða hvernig við lítum á heiminn eða er valkvætt efni á þessum miðlum sem segja aðeins hluta af sögunni? Við hvað erum við hrædd? Hvað er það sem hræðir okkur svo mjög að við stöndum upp á afturlappirnar tilbúin að hrekja upplifun og raunveruleika fólks sem falla ekki inn í tvíkynja umhverfi samfélagsins, upplifa sig annað hvort hvorki karl né konu eða jafnvel bæði. Hvers vegna eru svo mörg okkar tilbúinn í vörn þegar rætt er um að skapa umhverfi og samfélag þar sem öll eru velkomin og öll fá að vera og eiga heima. Tungumálið okkar er lifandi, merking orða breytast við ákveðna notkun, ný orð koma inn í takt við samfélagið okkar og það sem við erum að ganga í gegnum. Hvers vegna tökum við fagnandi á móti nýjum orðum sem lýsa tækni en viljum ekki tala um öll og fólk í stað þess að segja menn og allir? Ég ætla að enda þessa vangaveltu á að þakka þeim sem ryðja brautina. Þakka þeim sem standa upprétt og móti straumnum og berjast fyrir inngildingu, berjast fyrir jafnrétti, berjast fyrir veruleika þar sem öll eiga pláss. Berjast fyrir samfélagi þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Takk. Við hin hljótum að geta gert betur. Gerum betur. Höfundur er forstöðumaður í félagsmiðstöð og varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun