Smáhundum ætlað að bæta andlega líðan meinað að vera í heimaeinangrun Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 14:41 Í úrskurði ráðuneytisins segir að kröfur vegna innflutnings dýra séu strangar og sé meginreglan sú að innflutningur dýra er bannaður. Undantekningar frá slíku banni skulu túlkaðar þröngt. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu. Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent