Ragnar Axelsson, RAX ljósmyndari, náði meðfylgjandi myndum í fjörunni seinni part dags. Hann lýsir svakalegu roki í Reynisfjöru með tilheyrandi brimi. Hann hefur komið nokkrum sinnum í fjöruna en aldrei séð ölduna ná eins langt upp á land og í dag.

Nokkur fjöldi af ferðamönnum var á svæðinu en svo virtist sem enginn væri að vara fólk við veðrinu. Í Dyrhólaey hafi vörður frá Umhverfisstofnun staðið vaktina og vísað fólki til baka vegna vindsins.
