Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem gengst undir gælunafninu Reggae Boyz, komst í gær í fyrsta skipti í undanúrslit mótsins og tryggði sér í leiðinni þátttökurétt í Copa America 2024.
Þetta er í þriðja sinn sem CONCACAF Þjóðadeildin er haldin, Bandaríkin hafa unnið mótið í bæði skipti og því nokkuð verðugt verkefni sem Jamaíka á sér fyrir höndum. Bandaríkin og Jamaíka hafa mæst 32 sinnum á knattspyrnuvellinum, Jamaíka hefur aðeins unnið 3 af þeim viðureignum.
Panama fór létt með Kosta Ríka í 8-liða úrslitunum og unnu viðureignina samanlagt 6-1. Panama mætir Mexíkó í undanúrslitunum sem lögðu Hondúras að velli í vítaspyrnukeppni. Mexíkó hefur unnið síðustu 12 leiki í röð gegn Panama.
Mikið álag verður á AT&T leikvanginum, heimili Dallas Cowboys í Texas, dagana 21. og 24 mars 2024. Þar verða báðir undanúrslitaleikirnir spilaðir 21. mars, auk úrslitaleiksins og leik um 3. sætið, sem verða spilaðir 24. mars.