Kannast ekki við útilokun Arnars Jakob Bjarnar og Jón Þór Stefánsson skrifa 22. nóvember 2023 21:33 „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn,“ segir Hildur um meinta útilokun Arnars. Vísir/ÞÞ/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“ Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“
Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira