Ekkert Hátíðarlaufabrauð í ár Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 09:30 Laufabrauðin hjá Höskuldi hafa slegið í gegn undanfarin ár. Vísir/Sigurjón Ólason Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð. Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01