Handbolti

Þórir og „farandsirkusinn“ halda sínu striki

Aron Guðmundsson skrifar
Þórir Hergeirsson hefur þjálfað kvennalandslið Noregs um langt árabil og náð mögnuðum árangri.
Þórir Hergeirsson hefur þjálfað kvennalandslið Noregs um langt árabil og náð mögnuðum árangri. EPA-EFE/CLAUS FISKER

Þórir Her­­geirs­­son, lands­liðs­­þjálfari norska kvenna­lands­liðsins í hand­­bolta heldur á­­kvörðun sinni ,um að tak­­marka sam­­skipti leik­manna og þjálfara við stuðnings­­menn liðsins á meðan á HM í hand­­bolta stendur, til streitu.

Frá þessu er greint á vef­­síðu NRK en Noregur hefur titil að verja á mótinu og til að tak­­marka hættuna á því að leik­­menn liðsins veikist hefur verið á­­kveðið að sam­­skiptum þeirra við stuðnings­­menn verði haldið í al­­gjöru lág­­marki á meðan á mótinu stendur.

Á­­kvörðun Þóris hefur verið harð­­lega gagn­rýnd af á­­kveðnum aðilum í Noregi, þar á meðal af blaða­manninum Leif Wel­ha­ven.

Þórir ætlar sér ekki að draga þessa á­­kvörðun sína til baka en Noregur mun, líkt og Dan­­mörk og Sví­­þjóð, leika á heima­velli á mótinu.

„Við verðum eins og farandsirkus í nóvember og desember. Munum heim­­sækja fólk í Hamar, Lil­lehammer, Stavan­ger og Þránd­heimi. Við þurfum að breiða út eld­­móð og leggja hart að okkur til að skapa góðan grunn að úr­­slitum fyrir okkur innan vallar. Það er það sem norska þjóðin vill.

Svo þurfum við að grípa til á­­kveðinna fyrir­­byggjandi að­­gerða og hugsa vel um okkur. Við munum gefa færri færi á okkur utan vallar en munum þó út­býta eigin­handar­á­­ritunum, myndum af stelpunum og gefa kost á sjálfum úr á­­kveðinni fjar­lægð.

Það er á­byrgðar­hlut­­verk hjá okkur að hugsa vel um okkur. Við gætum verið að fara spila tólf leiki á fjórum vikum og þá er það mikil­­vægt að hafa eins marka leik­­menn heila heilsu eins og kostur er á.

Norska lands­liðið hefur leik á HM á mið­viku­­daginn í næstu viku þegar að liðið tekur á móti Græn­landi. En áður en að sá leikur fer fram tekur Noregur þátt á Posten Cup æfingar­­mótinu sem hefst í dag. Þar mun liðið meðal annars mæta Ís­landi á laugar­­daginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×