Verðbólga jókst verulega í kjölfar gossins í Heimaey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 09:41 Gylfi Magnússon prófessor segir verðbólguna fyrir gos hafa verið um átta prósent en rokið upp í 50 prósent árið 1974 og náði hámarki í 100 prósentum áratug eftir gosið. Vísir/Vilhelm „Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur.“ Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild. Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild.
Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira