Skoðun

Fall­ein­kunn mat­væla­ráð­herra og MAST - hluti II - blóð­merar

Árni Stefán Árnason skrifar

Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð.

Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður.

Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi.

Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun.

Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum.

Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur.

Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til.

Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra.

Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð.

Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu.

Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.

Heimildamyndin Iceland - Land of blood farms

https://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU




Skoðun

Sjá meira


×