Aukin skilvirkni í samrunamálum Sævar Þór Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 16:01 Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann. Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið. Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa. Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun. Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila. Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra. Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Auglýsinga- og markaðsmál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann. Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið. Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa. Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun. Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila. Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra. Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun