Evrópudagur sjúkraliða Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 26. nóvember 2023 10:00 Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess. Markmið samtakanna er meðal annars að efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu. Í ár ætla ég að minnast þessa dags með því að minna á mikilvægi sjúkraliðastéttarinnar og framþróun hennar. Starfslýsing sjúkraliðans Eins og svo oft áður tekst heilbrigðisstarfsfólk um land allt á við margvíslegar áskoranir og áföll í samfélaginu svo gangverk heilbrigðiskerfisins virki. Iðulega koma sjúkraliðar sterkir inn og sýna með störfum sínum og færni að þeir eru reiðubúnir að takast á við krefjandi aðstæður og axla ábyrgð. Það er beinlínis í starfslýsingu sjúkraliðans. Sjúkraliðar mæta viðfangsefnum sínum af fagmennsku og alúð, og sinna því sem kallað er nærhjúkrun með sambærilegum hætti og Florence Nightingale gerði á sínum tíma. Vegna framþróun sjúkraliðanámsins og mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa stjórnendur víðast hvar áttað sig betur á faglegri hæfni sjúkraliða til að takast á við vandasöm verkefni. Það eru jú sjúkraliðar sem skipa teymin ásamt hjúkrunarfræðingum, sem saman sinna þeim veiku og slösuðu. Sérhæft starfsnám Undanfarin ár hefur færni sjúkraliða til að sinna umönnun og hjúkrun tekið miklum breytingum samhliða gjörbreyttu námi sem í dag er þriggja ára krefjandi starfsnám. Kennslan fer fram við tíu framhaldsskóla víðs vegar um landið og eru nú um 600 nemendur í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Þessir nemendur læra bóklegar og verklegar heilbrigðisgreinar auk sérgreina í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis og verða þá löggiltir heilbrigðisstarfsmenn. Sjúkraliðar eru sjálfstæðir í störfum sínum þó þeim beri eins og öðrum heilbrigðisstéttum að fara að faglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Sjúkraliðar eru burðastétt í heilbrigðiskerfinu og eftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru bæði miklir og óháðir búsetu. Vinnustaðir þeirra er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, auk þess að vera leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Innan skamms er vel hægt að ímynda sér að sjúkraliðar muni hasla sér völl innan einkageirans en víða er vaxandi áhugi á þessari öflugu fagstétt. Ákall eftir þjónustu sjúkraliða mun óneitanlega aukast næstu árin enda fer fjöldi eldri borgara vaxandi og mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Þá er ljóst að geðræn vandamál hafa aukist undanfarna áratugi og munu vafalaust gera það áfram. Þessi þróun kallar á æ sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem stjórnvöld sáu fyrir. Háskólinn á Akureyri hefur mætt ákalli stjórnvalda með því að bjóða upp á nýja námsleið fyrir starfandi sjúkraliða. Nú þegar hefur háskólinn útskrifað fyrsta hóp sjúkraliða með diplómapróf með sérhæfingu í öldrun- og heimahjúkrun, og á næsta vori mun nýr hópur sjúkraliða útskrifast með sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun. Rétt fagfólk á réttum stað Með þessu nýja vinnuafli innan heilbrigðisþjónustunnar skapast aukin tækifæri fyrir sjúkraliða til að taka að sér viðameiri verkefni og aukna ábyrgð. Þá munu okkar nánustu samstarfsfélagar, hjúkrunarfræðingar, einnig geta notið góðs af þessari námsþróun. Því með aðkomu sjúkraliða sem lokið hafa sérhæfðu viðbótarnámi skapast svigrúm til breytinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Með tilfærslu verkefna og ábyrgðar verður unnt að nýta betur þekkingu og hæfni starfsfólks sem vinnur við hjúkrun. Það er allra hagur og ekki síst annarra heilbrigðisstétta. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlag þeirra, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess. Markmið samtakanna er meðal annars að efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu. Í ár ætla ég að minnast þessa dags með því að minna á mikilvægi sjúkraliðastéttarinnar og framþróun hennar. Starfslýsing sjúkraliðans Eins og svo oft áður tekst heilbrigðisstarfsfólk um land allt á við margvíslegar áskoranir og áföll í samfélaginu svo gangverk heilbrigðiskerfisins virki. Iðulega koma sjúkraliðar sterkir inn og sýna með störfum sínum og færni að þeir eru reiðubúnir að takast á við krefjandi aðstæður og axla ábyrgð. Það er beinlínis í starfslýsingu sjúkraliðans. Sjúkraliðar mæta viðfangsefnum sínum af fagmennsku og alúð, og sinna því sem kallað er nærhjúkrun með sambærilegum hætti og Florence Nightingale gerði á sínum tíma. Vegna framþróun sjúkraliðanámsins og mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa stjórnendur víðast hvar áttað sig betur á faglegri hæfni sjúkraliða til að takast á við vandasöm verkefni. Það eru jú sjúkraliðar sem skipa teymin ásamt hjúkrunarfræðingum, sem saman sinna þeim veiku og slösuðu. Sérhæft starfsnám Undanfarin ár hefur færni sjúkraliða til að sinna umönnun og hjúkrun tekið miklum breytingum samhliða gjörbreyttu námi sem í dag er þriggja ára krefjandi starfsnám. Kennslan fer fram við tíu framhaldsskóla víðs vegar um landið og eru nú um 600 nemendur í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Þessir nemendur læra bóklegar og verklegar heilbrigðisgreinar auk sérgreina í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis og verða þá löggiltir heilbrigðisstarfsmenn. Sjúkraliðar eru sjálfstæðir í störfum sínum þó þeim beri eins og öðrum heilbrigðisstéttum að fara að faglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Sjúkraliðar eru burðastétt í heilbrigðiskerfinu og eftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru bæði miklir og óháðir búsetu. Vinnustaðir þeirra er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, auk þess að vera leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Innan skamms er vel hægt að ímynda sér að sjúkraliðar muni hasla sér völl innan einkageirans en víða er vaxandi áhugi á þessari öflugu fagstétt. Ákall eftir þjónustu sjúkraliða mun óneitanlega aukast næstu árin enda fer fjöldi eldri borgara vaxandi og mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Þá er ljóst að geðræn vandamál hafa aukist undanfarna áratugi og munu vafalaust gera það áfram. Þessi þróun kallar á æ sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem stjórnvöld sáu fyrir. Háskólinn á Akureyri hefur mætt ákalli stjórnvalda með því að bjóða upp á nýja námsleið fyrir starfandi sjúkraliða. Nú þegar hefur háskólinn útskrifað fyrsta hóp sjúkraliða með diplómapróf með sérhæfingu í öldrun- og heimahjúkrun, og á næsta vori mun nýr hópur sjúkraliða útskrifast með sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun. Rétt fagfólk á réttum stað Með þessu nýja vinnuafli innan heilbrigðisþjónustunnar skapast aukin tækifæri fyrir sjúkraliða til að taka að sér viðameiri verkefni og aukna ábyrgð. Þá munu okkar nánustu samstarfsfélagar, hjúkrunarfræðingar, einnig geta notið góðs af þessari námsþróun. Því með aðkomu sjúkraliða sem lokið hafa sérhæfðu viðbótarnámi skapast svigrúm til breytinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Með tilfærslu verkefna og ábyrgðar verður unnt að nýta betur þekkingu og hæfni starfsfólks sem vinnur við hjúkrun. Það er allra hagur og ekki síst annarra heilbrigðisstétta. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlag þeirra, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun