Evrópudagur sjúkraliða Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 26. nóvember 2023 10:00 Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess. Markmið samtakanna er meðal annars að efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu. Í ár ætla ég að minnast þessa dags með því að minna á mikilvægi sjúkraliðastéttarinnar og framþróun hennar. Starfslýsing sjúkraliðans Eins og svo oft áður tekst heilbrigðisstarfsfólk um land allt á við margvíslegar áskoranir og áföll í samfélaginu svo gangverk heilbrigðiskerfisins virki. Iðulega koma sjúkraliðar sterkir inn og sýna með störfum sínum og færni að þeir eru reiðubúnir að takast á við krefjandi aðstæður og axla ábyrgð. Það er beinlínis í starfslýsingu sjúkraliðans. Sjúkraliðar mæta viðfangsefnum sínum af fagmennsku og alúð, og sinna því sem kallað er nærhjúkrun með sambærilegum hætti og Florence Nightingale gerði á sínum tíma. Vegna framþróun sjúkraliðanámsins og mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa stjórnendur víðast hvar áttað sig betur á faglegri hæfni sjúkraliða til að takast á við vandasöm verkefni. Það eru jú sjúkraliðar sem skipa teymin ásamt hjúkrunarfræðingum, sem saman sinna þeim veiku og slösuðu. Sérhæft starfsnám Undanfarin ár hefur færni sjúkraliða til að sinna umönnun og hjúkrun tekið miklum breytingum samhliða gjörbreyttu námi sem í dag er þriggja ára krefjandi starfsnám. Kennslan fer fram við tíu framhaldsskóla víðs vegar um landið og eru nú um 600 nemendur í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Þessir nemendur læra bóklegar og verklegar heilbrigðisgreinar auk sérgreina í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis og verða þá löggiltir heilbrigðisstarfsmenn. Sjúkraliðar eru sjálfstæðir í störfum sínum þó þeim beri eins og öðrum heilbrigðisstéttum að fara að faglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Sjúkraliðar eru burðastétt í heilbrigðiskerfinu og eftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru bæði miklir og óháðir búsetu. Vinnustaðir þeirra er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, auk þess að vera leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Innan skamms er vel hægt að ímynda sér að sjúkraliðar muni hasla sér völl innan einkageirans en víða er vaxandi áhugi á þessari öflugu fagstétt. Ákall eftir þjónustu sjúkraliða mun óneitanlega aukast næstu árin enda fer fjöldi eldri borgara vaxandi og mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Þá er ljóst að geðræn vandamál hafa aukist undanfarna áratugi og munu vafalaust gera það áfram. Þessi þróun kallar á æ sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem stjórnvöld sáu fyrir. Háskólinn á Akureyri hefur mætt ákalli stjórnvalda með því að bjóða upp á nýja námsleið fyrir starfandi sjúkraliða. Nú þegar hefur háskólinn útskrifað fyrsta hóp sjúkraliða með diplómapróf með sérhæfingu í öldrun- og heimahjúkrun, og á næsta vori mun nýr hópur sjúkraliða útskrifast með sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun. Rétt fagfólk á réttum stað Með þessu nýja vinnuafli innan heilbrigðisþjónustunnar skapast aukin tækifæri fyrir sjúkraliða til að taka að sér viðameiri verkefni og aukna ábyrgð. Þá munu okkar nánustu samstarfsfélagar, hjúkrunarfræðingar, einnig geta notið góðs af þessari námsþróun. Því með aðkomu sjúkraliða sem lokið hafa sérhæfðu viðbótarnámi skapast svigrúm til breytinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Með tilfærslu verkefna og ábyrgðar verður unnt að nýta betur þekkingu og hæfni starfsfólks sem vinnur við hjúkrun. Það er allra hagur og ekki síst annarra heilbrigðisstétta. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlag þeirra, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess. Markmið samtakanna er meðal annars að efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu. Í ár ætla ég að minnast þessa dags með því að minna á mikilvægi sjúkraliðastéttarinnar og framþróun hennar. Starfslýsing sjúkraliðans Eins og svo oft áður tekst heilbrigðisstarfsfólk um land allt á við margvíslegar áskoranir og áföll í samfélaginu svo gangverk heilbrigðiskerfisins virki. Iðulega koma sjúkraliðar sterkir inn og sýna með störfum sínum og færni að þeir eru reiðubúnir að takast á við krefjandi aðstæður og axla ábyrgð. Það er beinlínis í starfslýsingu sjúkraliðans. Sjúkraliðar mæta viðfangsefnum sínum af fagmennsku og alúð, og sinna því sem kallað er nærhjúkrun með sambærilegum hætti og Florence Nightingale gerði á sínum tíma. Vegna framþróun sjúkraliðanámsins og mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa stjórnendur víðast hvar áttað sig betur á faglegri hæfni sjúkraliða til að takast á við vandasöm verkefni. Það eru jú sjúkraliðar sem skipa teymin ásamt hjúkrunarfræðingum, sem saman sinna þeim veiku og slösuðu. Sérhæft starfsnám Undanfarin ár hefur færni sjúkraliða til að sinna umönnun og hjúkrun tekið miklum breytingum samhliða gjörbreyttu námi sem í dag er þriggja ára krefjandi starfsnám. Kennslan fer fram við tíu framhaldsskóla víðs vegar um landið og eru nú um 600 nemendur í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Þessir nemendur læra bóklegar og verklegar heilbrigðisgreinar auk sérgreina í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis og verða þá löggiltir heilbrigðisstarfsmenn. Sjúkraliðar eru sjálfstæðir í störfum sínum þó þeim beri eins og öðrum heilbrigðisstéttum að fara að faglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Sjúkraliðar eru burðastétt í heilbrigðiskerfinu og eftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru bæði miklir og óháðir búsetu. Vinnustaðir þeirra er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, auk þess að vera leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Innan skamms er vel hægt að ímynda sér að sjúkraliðar muni hasla sér völl innan einkageirans en víða er vaxandi áhugi á þessari öflugu fagstétt. Ákall eftir þjónustu sjúkraliða mun óneitanlega aukast næstu árin enda fer fjöldi eldri borgara vaxandi og mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Þá er ljóst að geðræn vandamál hafa aukist undanfarna áratugi og munu vafalaust gera það áfram. Þessi þróun kallar á æ sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem stjórnvöld sáu fyrir. Háskólinn á Akureyri hefur mætt ákalli stjórnvalda með því að bjóða upp á nýja námsleið fyrir starfandi sjúkraliða. Nú þegar hefur háskólinn útskrifað fyrsta hóp sjúkraliða með diplómapróf með sérhæfingu í öldrun- og heimahjúkrun, og á næsta vori mun nýr hópur sjúkraliða útskrifast með sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun. Rétt fagfólk á réttum stað Með þessu nýja vinnuafli innan heilbrigðisþjónustunnar skapast aukin tækifæri fyrir sjúkraliða til að taka að sér viðameiri verkefni og aukna ábyrgð. Þá munu okkar nánustu samstarfsfélagar, hjúkrunarfræðingar, einnig geta notið góðs af þessari námsþróun. Því með aðkomu sjúkraliða sem lokið hafa sérhæfðu viðbótarnámi skapast svigrúm til breytinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Með tilfærslu verkefna og ábyrgðar verður unnt að nýta betur þekkingu og hæfni starfsfólks sem vinnur við hjúkrun. Það er allra hagur og ekki síst annarra heilbrigðisstétta. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlag þeirra, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun