Mikilvægi öryggis, tengsla og tilfinninga - opið bréf til ráðherra Valgerður H. Bjarnadóttir skrifar 27. nóvember 2023 08:30 Á síðustu áratugum hafa ótal rannsóknir sýnt fram á mikilvægi öryggis, náinna tengsla og tilfinninga fyrir velferð og þroska, ekki bara einstaklinga heldur samfélaga og þar með heimssamfélagsins alls. Samfélag sem ekki ræktar og nærir tilfinningatengsl þegna sinna er „í vondum málum“ .. svo ég sleppi öllum fræðilegum útskýringum. Ég heyri reglulega að ráðafólk, þ.á.m. ráðherrar, eins og almenningur, er orðið vel áttað á þessum veruleika, sem hugsandi fólk hefur auðvitað alltaf þekkt í hjarta sínu. Um þetta er talað í hátíðaræðum og þegar okkur er öllum mikið niðri fyrir eins og nú undanfarið, t.d. í tengslum við Vöggustofumálið og í umræðunni um áföllin í Grindavík. Börnin hafa þörf fyrir foreldra sína og skólafélaga og foreldrarnir fyrir börnin og nágranna. Þau hafa öll þörf fyrir tengsl. Fólkið frá Grindavík þarf að geta hist og myndað tengsl við hvert annað, veitt hvert öðru tilfinningalegan stuðning. Og þau þurfa að finna að við hin stöndum með þeim, viljum styðja við þau. Og það hjálpar okkur hinum að geta gert það. Þannig myndast samkennd sem er mikilvæg, í alþjóðlegum heimi ekki síður en í litlu landi. Dómsmálaráðherra skrifar á facebook-síðu sína 11.11.„..fallegt að heyra sögurnar af fólki sem hafa opnað heimili sín og sumarbústaði og öll þau sem hafa komið færandi hendi með mat, kökur og fleira fyrir viðbragðsaðila og sjálfboðaliða. Átakanlegt var að setjast niður með íbúum Grindavíkur í Fjöldahjálparstöðvunum sem bíða milli vonar og ótta þess sem verða vill.“ Ég tek undir þau orð. En höfum við ekki skyldur út fyrir okkar innsta hring? Er heimsþorpið ekki á ábyrgð okkar allra? Ég geri ráð fyrir að í fjöldahjálparstöðvunum þann 11.11. hafi verið fólk af ýmsu þjóðerni og öll hafi þau verið að glíma við sama óttann. Og því spyr ég: Hafa dómsmálaráðherra eða aðrir ráðherrar sest niður með þeim fjölskyldum og hópum sem verið er að senda úr landi viku eftir viku eða þau sem bíða milli vonar og ótta þess sem verða vill? Hafið þið horft í augu þeirra og hlustað? Óttinn sem heltekur okkur þegar við eigum hvergi heima og tengsl eru rofin, er sameiginlegur öllu fólki. Það er ekki séríslenskt fyrirbæri. Öll höfum við þörf fyrir öryggi og tengsl, ekki síst þau sem hafa árum saman og jafnvel allt sitt líf búið við óöryggi og kúgun. Og við berum öll ábyrgð á að gera okkar besta til að tryggja þeim öryggi og tengsl sem mesta þörf hafa. Og við sköpum eitthvað fallegt þegar við gerum það. Við skynjum það öll. Þess vegna hefur þjóðin brugðist svona við áföllunum í Grindavík. Og þess vegna er a.m.k. hálf þjóðin nú í áfalli í vanmætti sínum, vegna óskiljanlegra ákvarðana stjórnvalda varðandi mál sem kennt hefur verið við fjölskyldu Husseins Hussein og fjallar um það hvort fötluðum manni og fjölskyldu hans frá Írak, sé heimilt að dvelja hér á landi og byggja sér hér framtíð .. eða ekki. Þetta er orðin löng saga, dýr bæði fjárhagslega og tilfinningalega, fyrir öll þau sem að henni koma. Hér er á ferðinni fáránlegt þrátefli, nema hvað annar aðilinn er að berjast fyrir tilveru sinni, en hinn á engra hagsmuna að gæta. Virðist stjórnast af þrjósku og hefur gleymt því hversu gott það er að vera styðjandi. Í hádeginu í dag (24.11.) var talað við upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar um þá ákvörðun að ætla að senda fjölskylduna úr landi, enn og aftur. En í þetta sinn á Hussein ekki að fara með fjölskyldu sinni. Móðir hans og systkini hafa annast hann alla hans ævi, og nú á að svipta hann þeirra nálægð og stuðningi. Svipta þau öll öryggi og tengslum. Stofnunin ber fyrir sig úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu, sem einnig er óskiljanlegur. Ég rek þessar ákvarðanir ekki frekar hér, þið þekkið þær. Í viðtali dagsins sagði upplýsingafulltrúinn: „Það liggur þannig í þessu máli að kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað að þessum einstaklingum beri að fara úr landi. Og Útlendingastofnun, sem er lægra sett stjórnvald, getur ekki breytt ákvörðun nefndarinnar og þar af leiðandi ber okkur að fylgja þeirri niðurstöðu.“ Ef þetta er dulbúið ákall til æðri valdastiga um að skerast í leikinn og heimila þeim öllum að vera, þá tek ég undir það ákall. Og get fullvissað ráðherra um að ég er ekki ein þar. Því miður er þetta auðvitað ekki eina málið af þessum toga sem er gagnrýnivert, þau eru ótalmörg og hér tek ég eitt dæmi. Fyrir stuttu var einstæð móðir frá Palestínu með átta börn, send burt í óvissuna, og ekki heyrði ég ráðherra ræða þar um mikilvægi öryggis fyrir börnin og tengsl við þau sem þau höfðu tengst hér. Ég heyrði heldur ekki kvenkyns ráðherra fjalla þar um mikilvægi þess að vernda réttindi kvenna og barna, sem mikið var þó rætt um í kringum 24. október. Enn hef ég ekki heyrt nokkur rök fyrir því að ekki sé hægt að leyfa þessu fólki og fleiri góðum gestum að vera hér á landi. Ég hef ekki enn heyrt hvað það er sem yfirvöld eru hrædd við. Það hefur auðvitað margoft verið nefnt að við Íslendingar höfum verið dugleg við að leita til annarra landa þegar sorfið hefur að hérlendis. Til Ameríku, Ástralíu, Noregs o.s.frv. og aldrei hafa þessir landar okkar verið send heim nauðug. Og því er það óskiljanlegt að nú skuli tekin ákvörðun um að skilja fatlaðan flóttamann frá fjölskyldu sinni og senda það fólk sem hann hefur alla tíð verið nátengdur, út í nístandi óttann og óvissuna, frá honum. Hvers vegna má þetta fólk ekki búa, lifa, nema og starfa hér? Með von um áheyrn, Valgerður H. Bjarnadóttir Höfundur er félagsráðgjafi, baráttukona fyrir kvenfrelsi og mannréttindum, með reynslu úr stjórnmálum og stjórnkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Hælisleitendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa ótal rannsóknir sýnt fram á mikilvægi öryggis, náinna tengsla og tilfinninga fyrir velferð og þroska, ekki bara einstaklinga heldur samfélaga og þar með heimssamfélagsins alls. Samfélag sem ekki ræktar og nærir tilfinningatengsl þegna sinna er „í vondum málum“ .. svo ég sleppi öllum fræðilegum útskýringum. Ég heyri reglulega að ráðafólk, þ.á.m. ráðherrar, eins og almenningur, er orðið vel áttað á þessum veruleika, sem hugsandi fólk hefur auðvitað alltaf þekkt í hjarta sínu. Um þetta er talað í hátíðaræðum og þegar okkur er öllum mikið niðri fyrir eins og nú undanfarið, t.d. í tengslum við Vöggustofumálið og í umræðunni um áföllin í Grindavík. Börnin hafa þörf fyrir foreldra sína og skólafélaga og foreldrarnir fyrir börnin og nágranna. Þau hafa öll þörf fyrir tengsl. Fólkið frá Grindavík þarf að geta hist og myndað tengsl við hvert annað, veitt hvert öðru tilfinningalegan stuðning. Og þau þurfa að finna að við hin stöndum með þeim, viljum styðja við þau. Og það hjálpar okkur hinum að geta gert það. Þannig myndast samkennd sem er mikilvæg, í alþjóðlegum heimi ekki síður en í litlu landi. Dómsmálaráðherra skrifar á facebook-síðu sína 11.11.„..fallegt að heyra sögurnar af fólki sem hafa opnað heimili sín og sumarbústaði og öll þau sem hafa komið færandi hendi með mat, kökur og fleira fyrir viðbragðsaðila og sjálfboðaliða. Átakanlegt var að setjast niður með íbúum Grindavíkur í Fjöldahjálparstöðvunum sem bíða milli vonar og ótta þess sem verða vill.“ Ég tek undir þau orð. En höfum við ekki skyldur út fyrir okkar innsta hring? Er heimsþorpið ekki á ábyrgð okkar allra? Ég geri ráð fyrir að í fjöldahjálparstöðvunum þann 11.11. hafi verið fólk af ýmsu þjóðerni og öll hafi þau verið að glíma við sama óttann. Og því spyr ég: Hafa dómsmálaráðherra eða aðrir ráðherrar sest niður með þeim fjölskyldum og hópum sem verið er að senda úr landi viku eftir viku eða þau sem bíða milli vonar og ótta þess sem verða vill? Hafið þið horft í augu þeirra og hlustað? Óttinn sem heltekur okkur þegar við eigum hvergi heima og tengsl eru rofin, er sameiginlegur öllu fólki. Það er ekki séríslenskt fyrirbæri. Öll höfum við þörf fyrir öryggi og tengsl, ekki síst þau sem hafa árum saman og jafnvel allt sitt líf búið við óöryggi og kúgun. Og við berum öll ábyrgð á að gera okkar besta til að tryggja þeim öryggi og tengsl sem mesta þörf hafa. Og við sköpum eitthvað fallegt þegar við gerum það. Við skynjum það öll. Þess vegna hefur þjóðin brugðist svona við áföllunum í Grindavík. Og þess vegna er a.m.k. hálf þjóðin nú í áfalli í vanmætti sínum, vegna óskiljanlegra ákvarðana stjórnvalda varðandi mál sem kennt hefur verið við fjölskyldu Husseins Hussein og fjallar um það hvort fötluðum manni og fjölskyldu hans frá Írak, sé heimilt að dvelja hér á landi og byggja sér hér framtíð .. eða ekki. Þetta er orðin löng saga, dýr bæði fjárhagslega og tilfinningalega, fyrir öll þau sem að henni koma. Hér er á ferðinni fáránlegt þrátefli, nema hvað annar aðilinn er að berjast fyrir tilveru sinni, en hinn á engra hagsmuna að gæta. Virðist stjórnast af þrjósku og hefur gleymt því hversu gott það er að vera styðjandi. Í hádeginu í dag (24.11.) var talað við upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar um þá ákvörðun að ætla að senda fjölskylduna úr landi, enn og aftur. En í þetta sinn á Hussein ekki að fara með fjölskyldu sinni. Móðir hans og systkini hafa annast hann alla hans ævi, og nú á að svipta hann þeirra nálægð og stuðningi. Svipta þau öll öryggi og tengslum. Stofnunin ber fyrir sig úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu, sem einnig er óskiljanlegur. Ég rek þessar ákvarðanir ekki frekar hér, þið þekkið þær. Í viðtali dagsins sagði upplýsingafulltrúinn: „Það liggur þannig í þessu máli að kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað að þessum einstaklingum beri að fara úr landi. Og Útlendingastofnun, sem er lægra sett stjórnvald, getur ekki breytt ákvörðun nefndarinnar og þar af leiðandi ber okkur að fylgja þeirri niðurstöðu.“ Ef þetta er dulbúið ákall til æðri valdastiga um að skerast í leikinn og heimila þeim öllum að vera, þá tek ég undir það ákall. Og get fullvissað ráðherra um að ég er ekki ein þar. Því miður er þetta auðvitað ekki eina málið af þessum toga sem er gagnrýnivert, þau eru ótalmörg og hér tek ég eitt dæmi. Fyrir stuttu var einstæð móðir frá Palestínu með átta börn, send burt í óvissuna, og ekki heyrði ég ráðherra ræða þar um mikilvægi öryggis fyrir börnin og tengsl við þau sem þau höfðu tengst hér. Ég heyrði heldur ekki kvenkyns ráðherra fjalla þar um mikilvægi þess að vernda réttindi kvenna og barna, sem mikið var þó rætt um í kringum 24. október. Enn hef ég ekki heyrt nokkur rök fyrir því að ekki sé hægt að leyfa þessu fólki og fleiri góðum gestum að vera hér á landi. Ég hef ekki enn heyrt hvað það er sem yfirvöld eru hrædd við. Það hefur auðvitað margoft verið nefnt að við Íslendingar höfum verið dugleg við að leita til annarra landa þegar sorfið hefur að hérlendis. Til Ameríku, Ástralíu, Noregs o.s.frv. og aldrei hafa þessir landar okkar verið send heim nauðug. Og því er það óskiljanlegt að nú skuli tekin ákvörðun um að skilja fatlaðan flóttamann frá fjölskyldu sinni og senda það fólk sem hann hefur alla tíð verið nátengdur, út í nístandi óttann og óvissuna, frá honum. Hvers vegna má þetta fólk ekki búa, lifa, nema og starfa hér? Með von um áheyrn, Valgerður H. Bjarnadóttir Höfundur er félagsráðgjafi, baráttukona fyrir kvenfrelsi og mannréttindum, með reynslu úr stjórnmálum og stjórnkerfi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar