Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði í kringum frostmark, en að sex stigum við suðausturströndina.
„Á morgun tekur við austlæg átt, gola eða kaldi með éljum á víð og dreif, en að mestu þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti um eða undir frostmarki.
Norðan 5-13 m/s og él á fimmtudag, en þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 6 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan 3-10 m/s og dálítil él á víð og dreif. Hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag og föstudag (fullveldisdagurinn): Norðlæg átt 5-13 og él, en þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt, skýjað með köflum og stöku él norðaustantil. Kalt í veðri.
Á mánudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.