Í könnuninni var spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 17,9 prósent, en flokkurinn mældist með 17,7 prósent í síðustu könnun sem framkvæmd var í síðasta mánuði. Sé tekið tillit til vikmarka þá skarast fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ekki og því er munurinn marktækur níunda mánuðinn í röð.
Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsókn bæta öll við sig einu prósentustigi, en fylgi Pírata lækkar um tæpt prósentustig á milli kannanna. Fylgi Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins stendur nokkurn veginn í stað á milli kannanna.
Niðurstaða könnunar Maskínu nóvember 2023 (fylgi í október 2023 er að finna innan sviga):
- Samfylkingin: 26,0% (27,8%)
- Sjálfstæðisflokkurinn: 17,9% (17,7%)
- Framsókn: 10,4% (9,8%)
- Viðreisn: 10,3% (9,3%)
- Píratar: 10,0% (10,8%)
- Miðflokkurinn: 8,4% (8,2%)
- Flokkur fólksins: 6,4% (6,1%)
- Vinstri græn: 6,1% (5,9%)
- Sósíalistaflokkurinn: 4,4% (4,3%)

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hækkar og er nú 34,5 prósent, en mældist 33,4 prósent í október.
Könnunin varð lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram dagana 3. til 7. nóvember annars vegar og 23. til 26. nóvember 2023 og voru svarendur til tóku afstöðu 2.376 talsins.