Lífið

Bíladellan slík að hann byggði bíl­skúr fyrir kassabílana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benedikt Eyjólfsson hefur rekið Bílabúð Benna í áratugi.
Benedikt Eyjólfsson hefur rekið Bílabúð Benna í áratugi.

Benedikt Eyjólfsson, eða Benni í Bílabúð Benna eins og hann er alltaf kallaður, er sennilega mesti bíladellukall landsins.

Benni hefur verið lengi í bransanum og alltaf rekið sitt fyrirtæki á sömu kennitölu sem þykir nokkuð merkilegt í þeim bransa. Sindri Sindrason hitti á Benna í síðustu viku og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2.

„Ég hef verið í þessu alla ævi. Ég man þegar afi minn gaf mér tíu bíla þegar hann kom frá Edinborg, hann var togaraskipstjóri, og daginn eftir var ég búinn að rífa þá alla í sundur og kom þeim ekki saman aftur,“ segir Benni og heldur áfram.

„Ég er búinn að vera með bíladellu alveg frá upphafi. Bílabúð Benna stofnast 26. maí 1975. Ég ákvað þann afmælisdag þar sem ég á reikning frá þeirri dagsetningu, elsti reikningurinn sem ég hef fundið.“

Benni segist hafa verið það mikill bíladellukall að hann smíðaði einfaldlega bílskúr fyrir kassabílana sína svo hann gæti sinnt áhugamálinu. Á sínum yngri árum keppti Benni mikið á bílum, í keppnum eins og torfærukeppnum og öðru slíku. 

Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Benni var með það mikla bíladellu að hann byggði bílskúr fyrir foreldra sína





Fleiri fréttir

Sjá meira


×