Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun