„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðsgestir sammældust um að fleiri úrræði vanti við ADHD hér á landi en lyf. Vísir/Vilhelm Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum: Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum:
Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30