Sveitarstjóri óskaði eftir helmingi minni launahækkun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2023 17:00 Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, sem þiggur ekki 11% launahækkun frá 1. nóvember heldur 6,75% hækkun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra. „Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag
Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum