PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 23:31 Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira