Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, staðfesti í samtali við fréttastofu að fánarnir tveir sem flaggað var við ráðhúsið hefðu ekki verið á vegum borgaryfirvalda.
Búið væri að taka þá niður.


Við Ráðhúsið og Hallgrímskirkju hafði einnig verið komið fyrir skilaboðum til íslenskra stjórnvalda um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og taka upp viðskiptabann.
Undir áskorunina rita BDS Ísland, Félagið Ísland-Palestína, Menningar- og friðarsamtök MFÍK og Samtök hernaðarandstæðinga.
Tilefnið er vafalítið að í dag er alþjóðlegur samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni.

Uppfært:
Einnig var flaggað við utanríkisráðuneytið.
