Leikdagur í Stafangri: Fer leikplanið út um gluggann? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Flestir leikmenn íslenska hópsins spila á stórmóti í fyrsta sinn í dag. Vísir/Diego Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í tólf ár. Slóvenía er andstæðingurinn og mætast liðin klukkan 17:00 í Stafangri í Noregi. Leikmenn liðsins eru spenntir fyrir verkefninu, og eðlilega. Þetta er stærsta svið sem flestir þeirra hafa spilað á en aðeins tveir leikmenn, þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir, hafa áður leikið á stórmóti. Arnar Pétursson mun jafnframt stýra liði á stórmóti í fyrsta sinn og er ánægður með undirbúning liðsins fyrir komandi verkefni. Bæði hann og leikmenn sammælast um að þátttaka í stóru æfingamóti á við Posten Cup í aðdragandanum hafi verkað vel til að hrista mesta skrekkinn úr leikmönnum. Óljóst er hvaða kröfur maður á gera til liðsins, enda ekki spilað á þessu stigi áður. Leikirnir á æfingamótinu töpuðust en þar skipta úrslit auðvitað minna máli en þegar komið er á heimsmeistaramót. Arnar hefur lagt áherslu á vegferðina sem liðið er á, og hafa sannarlega framfaraskref verið tekin síðustu misseri. Að sama skapi er stórt skref að mæta á HM í fyrsta sinn, og má ekki gleymast að Ísland er þar sem boðslið og er í neðsta styrkleikaflokki. Arnar þarf að feta ákveðinn veg að tempra væntingar leikmanna liðsins en á sama tíma gera kröfur. Leikplanið breytt? Í dag hefur þjálfarateymið þó eflaust mestar áhyggjur af því hvort undirbúningur liðsins fyrir þennan sérstaka leik hafi verið með leikmann í huga sem alls ekki verður með. Spurningamerki hafa verið sett við þátttöku Önu Gros, eins besta leikmanns heims og fyrirliða Slóveníu, en fyrir æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær kvaðst Arnar þess fullviss að hún tæki þátt og vegna meiðsla í leikstjórnendastöðu slóvenska liðsins myndi sóknarleikur liðsins jafnvel snúast enn meira um Gros. Samkvæmt frétt Peter Zalokar fyrir Slovenske Novice í gær kom Gros hins vegar ekki með liðinu til Stafangurs. Meðan 16 leikmenn flugu norður á bóginn hafi hún farið til Belgrað til frekari rannsókna og endurhæfingar vegna meiðsla í læri sem plagað hafa hana undanfarið. Í fréttinni segir að jafnvel megi ekki gera ráð fyrir Gros fyrr en í leik Slóveníu við Angóla á laugardaginn, 1. desember. Í fyrradag greindi slóvenska handknattleikssambandið frá því á heimasíðu sinni að Gros hefði enn ekki jafnað sig á meiðslunum og færi milli sérfræðinga víða um Evrópu í leit að mein bóta sinna. Hvort að Gros verði svo með í leiknum kemur í ljós síðar í dag þegar Dragan Adzic, þjálfari Slóveníu, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi. Adzic er afar fær þjálfari og tók þá ákvörðun, ef til vill vegna meiðslavandræðanna, að fara með slóvenska liðið í æfingabúðir síðustu vikuna í stað þess að spila æfingaleiki. „Stelpurnar bíða í ofvæni eftir því að stíga út á völlinn, vegna þess að við spiluðum ekkert í aðdragandanum. Ég held að við séum vel undirbúnar fyrir leikinn við Ísland og svo munum við spila betur leik frá leik eftir því sem líður á keppnina,“ er haft eftir Adzic á vef slóvenska sambandsins í morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Leikmenn liðsins eru spenntir fyrir verkefninu, og eðlilega. Þetta er stærsta svið sem flestir þeirra hafa spilað á en aðeins tveir leikmenn, þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir, hafa áður leikið á stórmóti. Arnar Pétursson mun jafnframt stýra liði á stórmóti í fyrsta sinn og er ánægður með undirbúning liðsins fyrir komandi verkefni. Bæði hann og leikmenn sammælast um að þátttaka í stóru æfingamóti á við Posten Cup í aðdragandanum hafi verkað vel til að hrista mesta skrekkinn úr leikmönnum. Óljóst er hvaða kröfur maður á gera til liðsins, enda ekki spilað á þessu stigi áður. Leikirnir á æfingamótinu töpuðust en þar skipta úrslit auðvitað minna máli en þegar komið er á heimsmeistaramót. Arnar hefur lagt áherslu á vegferðina sem liðið er á, og hafa sannarlega framfaraskref verið tekin síðustu misseri. Að sama skapi er stórt skref að mæta á HM í fyrsta sinn, og má ekki gleymast að Ísland er þar sem boðslið og er í neðsta styrkleikaflokki. Arnar þarf að feta ákveðinn veg að tempra væntingar leikmanna liðsins en á sama tíma gera kröfur. Leikplanið breytt? Í dag hefur þjálfarateymið þó eflaust mestar áhyggjur af því hvort undirbúningur liðsins fyrir þennan sérstaka leik hafi verið með leikmann í huga sem alls ekki verður með. Spurningamerki hafa verið sett við þátttöku Önu Gros, eins besta leikmanns heims og fyrirliða Slóveníu, en fyrir æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær kvaðst Arnar þess fullviss að hún tæki þátt og vegna meiðsla í leikstjórnendastöðu slóvenska liðsins myndi sóknarleikur liðsins jafnvel snúast enn meira um Gros. Samkvæmt frétt Peter Zalokar fyrir Slovenske Novice í gær kom Gros hins vegar ekki með liðinu til Stafangurs. Meðan 16 leikmenn flugu norður á bóginn hafi hún farið til Belgrað til frekari rannsókna og endurhæfingar vegna meiðsla í læri sem plagað hafa hana undanfarið. Í fréttinni segir að jafnvel megi ekki gera ráð fyrir Gros fyrr en í leik Slóveníu við Angóla á laugardaginn, 1. desember. Í fyrradag greindi slóvenska handknattleikssambandið frá því á heimasíðu sinni að Gros hefði enn ekki jafnað sig á meiðslunum og færi milli sérfræðinga víða um Evrópu í leit að mein bóta sinna. Hvort að Gros verði svo með í leiknum kemur í ljós síðar í dag þegar Dragan Adzic, þjálfari Slóveníu, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi. Adzic er afar fær þjálfari og tók þá ákvörðun, ef til vill vegna meiðslavandræðanna, að fara með slóvenska liðið í æfingabúðir síðustu vikuna í stað þess að spila æfingaleiki. „Stelpurnar bíða í ofvæni eftir því að stíga út á völlinn, vegna þess að við spiluðum ekkert í aðdragandanum. Ég held að við séum vel undirbúnar fyrir leikinn við Ísland og svo munum við spila betur leik frá leik eftir því sem líður á keppnina,“ er haft eftir Adzic á vef slóvenska sambandsins í morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira