Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 10:56 Elon Musk, eigandi X og annarra fyrirtækja, segir að án auglýsinga muni samfélagsmiðlafyrirtækið fara á hausinn. EPA/TOLGA AKMEN Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga. Musk var á ráðstefnu á vegum New York Times. Í viðtali á ráðstefnunni var hann spurður út í það að forsvarsmenn margra fyrirtækja hefðu hætt að auglýsa á X vegna áhyggja af auknum kynþáttafordómum og rasisma og að hann sjálfur væri að ýta undir það á samfélagsmiðlinum. Sjá einnig: Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs „Ekki auglýsa,“ sagði hann. „Ef einhver ætlar að reyna að kúga mig, kúga mig með peningum. Farið í rassgat,“ sagði Musk. „Farið. Í. Rassgat! Er það skýrt? Ég vona það. Hæ Bob,“ sagði Musk. Þar virtist hann beina orðum sínum að Bob Iger, forstjóra Disney, sem hafði ávarpað ráðstefnuna fyrr í gær. Iger hafði nefnt þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X og sagði að tengsl Disney við X hefðu ekki verið jákvæð. Ekki liggur fyrir hvort hann var í salnum eða ekki. Sjá má þann hluta ummæla Musks sem um ræðir í spilaranum hér að neðan. Allt viðtalið má svo sjá hér. whoa go fuck yourself, Elon Musk says to Bob Iger and others who pull advertising from Xat this point it s almost as if he s watching the old Iron Man movies and doing a reverse Tony Stark impression pic.twitter.com/csXxeLH2wG— j.d. durkin (@jd_durkin) November 29, 2023 Samkvæmt frétt New York Times hafa um tvö hundruð stór fyrirtæki hætt að auglýsa á X og er talið að það gæti kostað fyrirtækið um 75 milljónir dala á núverandi ársfjórðungi. Musk viðurkenndi í viðtalinu að tap þessara auglýsinga myndi reynast erfitt. „Það sem þetta viðskiptabann mun gera er að drepa fyrirtækið,“ sagði Musk. Hann sagði að ef það myndi gerast myndi almenningur kenna forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X um. Hann ætlaði ekki að gera breytingar. „Svo fer sem fer,“ sagði Musk. Keypti Twitter á 44 milljarða Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á samfélagsmiðlinum. Við kaupin stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn fjárfestingabanka sem tóku á sig margra milljarða dala skuldir svo Musk gæti keypt Twitter þykja ekki líklegir til að taka ummælum Musks fagnandi. Rétti höturum sínum hlaðna byssu Um miðjan nóvember lýsti Musk yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. „Þú hefur sagt hinn raunverulega sannleika,“ skrifaði Musk undir færsluna. Hann bölsótaðist svo út í samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Áðurnefnd færsla sem Musk tjáði sig við hefur verið sett í samhengi við langlífa samsæriskenningu um að auðugir gyðingar séu að reyna að nota innflytjendur til að velta hvíta manninum úr sessi. Þessari samsæriskenningu hefur verið lýst af réttindasamtökum gyðinga sem þeirri banvænustu í nútímasögu Bandaríkjanna. Eftir að Musk lét þessi orð falla á X lýstu forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja því yfir að þeir myndu ekki auglýsa á samfélagsmiðlinum. Skömmu síðar birtu samtökin Media Matters skýrslu þar sem því var haldið fram að auglýsingar stórfyrirtækja birtust við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur. Þá fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hættu að auglýsa á X. Musk höfðaði í kjölfarið mál gegn Media Matters og umdeildur ríkissaksóknari Texas hóf rannsókn á samtökunum, jafnvel þó hvorki þau né X séu með nokkra starfsemi í Texas. Musk var spurður út í þessa færslu í viðtalinu í gær og bölsótaðist hann út í fjölmiðla fyrir að fjalla um hana og gefa í skyn að hann væri gyðingahatari. Hann sagðist ekki hafa meint neitt gegn gyðingum þegar hann skrifaði áðurnefnd ummæli. „Það sem ég gerði var að rétta hlaðna byssu til þeirra sem hata mig, og eru í sjálfu sér gyðingahatarar,“ sagði Musk. Hann sagðist ekki hafa ætlað sér það og sagðist sjá eftir þessu. X (Twitter) Bandaríkin Disney Samfélagsmiðlar Elon Musk Tengdar fréttir Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. 27. nóvember 2023 08:20 Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. 23. nóvember 2023 12:41 Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38 Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk var á ráðstefnu á vegum New York Times. Í viðtali á ráðstefnunni var hann spurður út í það að forsvarsmenn margra fyrirtækja hefðu hætt að auglýsa á X vegna áhyggja af auknum kynþáttafordómum og rasisma og að hann sjálfur væri að ýta undir það á samfélagsmiðlinum. Sjá einnig: Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs „Ekki auglýsa,“ sagði hann. „Ef einhver ætlar að reyna að kúga mig, kúga mig með peningum. Farið í rassgat,“ sagði Musk. „Farið. Í. Rassgat! Er það skýrt? Ég vona það. Hæ Bob,“ sagði Musk. Þar virtist hann beina orðum sínum að Bob Iger, forstjóra Disney, sem hafði ávarpað ráðstefnuna fyrr í gær. Iger hafði nefnt þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X og sagði að tengsl Disney við X hefðu ekki verið jákvæð. Ekki liggur fyrir hvort hann var í salnum eða ekki. Sjá má þann hluta ummæla Musks sem um ræðir í spilaranum hér að neðan. Allt viðtalið má svo sjá hér. whoa go fuck yourself, Elon Musk says to Bob Iger and others who pull advertising from Xat this point it s almost as if he s watching the old Iron Man movies and doing a reverse Tony Stark impression pic.twitter.com/csXxeLH2wG— j.d. durkin (@jd_durkin) November 29, 2023 Samkvæmt frétt New York Times hafa um tvö hundruð stór fyrirtæki hætt að auglýsa á X og er talið að það gæti kostað fyrirtækið um 75 milljónir dala á núverandi ársfjórðungi. Musk viðurkenndi í viðtalinu að tap þessara auglýsinga myndi reynast erfitt. „Það sem þetta viðskiptabann mun gera er að drepa fyrirtækið,“ sagði Musk. Hann sagði að ef það myndi gerast myndi almenningur kenna forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X um. Hann ætlaði ekki að gera breytingar. „Svo fer sem fer,“ sagði Musk. Keypti Twitter á 44 milljarða Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á samfélagsmiðlinum. Við kaupin stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn fjárfestingabanka sem tóku á sig margra milljarða dala skuldir svo Musk gæti keypt Twitter þykja ekki líklegir til að taka ummælum Musks fagnandi. Rétti höturum sínum hlaðna byssu Um miðjan nóvember lýsti Musk yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. „Þú hefur sagt hinn raunverulega sannleika,“ skrifaði Musk undir færsluna. Hann bölsótaðist svo út í samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Áðurnefnd færsla sem Musk tjáði sig við hefur verið sett í samhengi við langlífa samsæriskenningu um að auðugir gyðingar séu að reyna að nota innflytjendur til að velta hvíta manninum úr sessi. Þessari samsæriskenningu hefur verið lýst af réttindasamtökum gyðinga sem þeirri banvænustu í nútímasögu Bandaríkjanna. Eftir að Musk lét þessi orð falla á X lýstu forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja því yfir að þeir myndu ekki auglýsa á samfélagsmiðlinum. Skömmu síðar birtu samtökin Media Matters skýrslu þar sem því var haldið fram að auglýsingar stórfyrirtækja birtust við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur. Þá fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hættu að auglýsa á X. Musk höfðaði í kjölfarið mál gegn Media Matters og umdeildur ríkissaksóknari Texas hóf rannsókn á samtökunum, jafnvel þó hvorki þau né X séu með nokkra starfsemi í Texas. Musk var spurður út í þessa færslu í viðtalinu í gær og bölsótaðist hann út í fjölmiðla fyrir að fjalla um hana og gefa í skyn að hann væri gyðingahatari. Hann sagðist ekki hafa meint neitt gegn gyðingum þegar hann skrifaði áðurnefnd ummæli. „Það sem ég gerði var að rétta hlaðna byssu til þeirra sem hata mig, og eru í sjálfu sér gyðingahatarar,“ sagði Musk. Hann sagðist ekki hafa ætlað sér það og sagðist sjá eftir þessu.
X (Twitter) Bandaríkin Disney Samfélagsmiðlar Elon Musk Tengdar fréttir Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. 27. nóvember 2023 08:20 Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. 23. nóvember 2023 12:41 Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38 Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. 27. nóvember 2023 08:20
Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. 23. nóvember 2023 12:41
Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38
Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09