Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því Gunnar Dan Wiium skrifar 30. nóvember 2023 12:31 Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar