Ofbeldi á aldrei rétt á sér Kristín Snorradóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:31 Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun