Ofbeldi á aldrei rétt á sér Kristín Snorradóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:31 Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun