Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2023 18:47 Hildigunnur Einarsdóttir stóð í ströngu á línunni. EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. Það var nokkur skjálfti í íslensku stelpunum í upphafi leiks á þeirra fyrsta stórmóti í tólf ár, og kannski eðlilega. Slóvenska liðið virtist ætla að keyra yfir íslenska liðið og Stelpurnar okkar náðu ekki að klára nægilega margar sóknir með skoti á markið. Slóvenía náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 11-4 eftir um það bil tólf mínútna leik. Þá vöknuðu islensku stelpurnar loksins til lífsins, fyrst varnarlega, og sóknarleikurinn fylgdi svo í kjölfarið. Slóvenska liðið skoraði ekki mark í um átta mínútur og Ísland saxaði hægt og rólega á forystu þeirra slóvensku. Elín Jóna Þorsteinsdóttir kom vel inn í markið í stað Hafdísar Renötudóttur og íslenska liðið minnkaði muninn niður í þrjú mörk áður en hálfleikurinn var á enda, staðan 16-13, Slóvenum í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Natasa Ljepoja raðaði inn mörkum fyrir slóvenska liðið.EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT Íslenska liðið virtist ætla að hiksta í upphafi síðari hálfleiks líkt og liðið gerði í upphafi leiks. Í þetta sinn var liðið þó fljótt að hrista af sér slenið og við tóku æsispennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Íslenska liðið fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn niður í tvö mörk, en það virtist ganga illa. Það tókst þó loksins þegar Thea Imani Sturludóttir þrumaði boltanum í slána og inn og fiskaði varnarmann Slóveníu af velli í leiðinni. Íslenska liðið minnkaði svo muninn niður í eitt mark í stöðunni 20-19 í næstu sókn. Nær komust íslensku stelpurnar þó ekki og slóvenska liðið jók fostkot sitt á ný. Slóvenar höfðu tveggja marka forystu í stöðunni 24-22, en skoruðu næstu þrjú mörk leiksins og náðu fimm marka forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og íslensku stelpurnar þurftu að sætta sig við gríðarlega svekkjandi sex marka tap, 30-24. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék sinn fyrsta leik á stórmóti í tólf ár í dag.EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. Það var nokkur skjálfti í íslensku stelpunum í upphafi leiks á þeirra fyrsta stórmóti í tólf ár, og kannski eðlilega. Slóvenska liðið virtist ætla að keyra yfir íslenska liðið og Stelpurnar okkar náðu ekki að klára nægilega margar sóknir með skoti á markið. Slóvenía náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 11-4 eftir um það bil tólf mínútna leik. Þá vöknuðu islensku stelpurnar loksins til lífsins, fyrst varnarlega, og sóknarleikurinn fylgdi svo í kjölfarið. Slóvenska liðið skoraði ekki mark í um átta mínútur og Ísland saxaði hægt og rólega á forystu þeirra slóvensku. Elín Jóna Þorsteinsdóttir kom vel inn í markið í stað Hafdísar Renötudóttur og íslenska liðið minnkaði muninn niður í þrjú mörk áður en hálfleikurinn var á enda, staðan 16-13, Slóvenum í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Natasa Ljepoja raðaði inn mörkum fyrir slóvenska liðið.EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT Íslenska liðið virtist ætla að hiksta í upphafi síðari hálfleiks líkt og liðið gerði í upphafi leiks. Í þetta sinn var liðið þó fljótt að hrista af sér slenið og við tóku æsispennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Íslenska liðið fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn niður í tvö mörk, en það virtist ganga illa. Það tókst þó loksins þegar Thea Imani Sturludóttir þrumaði boltanum í slána og inn og fiskaði varnarmann Slóveníu af velli í leiðinni. Íslenska liðið minnkaði svo muninn niður í eitt mark í stöðunni 20-19 í næstu sókn. Nær komust íslensku stelpurnar þó ekki og slóvenska liðið jók fostkot sitt á ný. Slóvenar höfðu tveggja marka forystu í stöðunni 24-22, en skoruðu næstu þrjú mörk leiksins og náðu fimm marka forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og íslensku stelpurnar þurftu að sætta sig við gríðarlega svekkjandi sex marka tap, 30-24. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék sinn fyrsta leik á stórmóti í tólf ár í dag.EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti