KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 KSÍ hefur sent inn umsókn til fjárlaganefndar Alþingis Vísir/Samsett mynd Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur. Fjárhagsáætlun í tenglsum við leiguna á hitapylsunni hljómar upp á 40 til 45 milljónir króna en nú þegar hefur hún verið notuð til þess að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem og kvennalandsleik sem fór fram á vellinum þann 31. október síðastliðinn. Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í dag átti að fara fram á vellinum en var á síðustu stundu færður yfir á Kópavogsvöll. Ekki eru fleiri leikir á dagskrá Laugardalsvallar á næstunni og því hlutverki hitapylsunnar hér á landi lokið. Í umsókn sem KSÍ sendir inn til Fjárlaganefndar Alþingis skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins: „Við búum við nýjan veruleika í knattspyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knattspyrnu allt árið um kring. Á þetta við um A landslið og félagslið, karla og kvenna. Auðvitað viljum við fara í framkvæmdir og nota fjármuni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hitapylsan það eina sem hægt var að gera.“ Ekki sé vitað um neitt annað land í Evrópu sem sé í þeirri stöðu sem Ísland finnur sig í núna er varðar aðbúnað þjóðarleikvangs. „Við erum þess einnig fullviss að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“ KSÍ Laugardalsvöllur Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Fjárhagsáætlun í tenglsum við leiguna á hitapylsunni hljómar upp á 40 til 45 milljónir króna en nú þegar hefur hún verið notuð til þess að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem og kvennalandsleik sem fór fram á vellinum þann 31. október síðastliðinn. Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í dag átti að fara fram á vellinum en var á síðustu stundu færður yfir á Kópavogsvöll. Ekki eru fleiri leikir á dagskrá Laugardalsvallar á næstunni og því hlutverki hitapylsunnar hér á landi lokið. Í umsókn sem KSÍ sendir inn til Fjárlaganefndar Alþingis skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins: „Við búum við nýjan veruleika í knattspyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knattspyrnu allt árið um kring. Á þetta við um A landslið og félagslið, karla og kvenna. Auðvitað viljum við fara í framkvæmdir og nota fjármuni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hitapylsan það eina sem hægt var að gera.“ Ekki sé vitað um neitt annað land í Evrópu sem sé í þeirri stöðu sem Ísland finnur sig í núna er varðar aðbúnað þjóðarleikvangs. „Við erum þess einnig fullviss að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“
KSÍ Laugardalsvöllur Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira