Danir segja skilið við þúsund króna seðilinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 07:46 Christian Kettel Thomsen, seðlabankastjóri Danmerkur. EPA-EFE/NIKOLAI LINARES Seðlabanki Danmerkur hefur tilkynnt að hann muni frá og með 31. maí 2025 hætta að gefa út þúsund króna seðil. Seðillinn hefur verið í umferð í sinni núverandi mynd í 47 ár eða síðan árið 1975. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að seðlabankinn hafi tilkynnt dönsku þjóðinni þetta á blaðamannafundi í gær. Christian Kettel Thomsen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir seðilinn nú lítið notaðan þar sem Danir séu greiði í mun meira mæli með greiðslukortum. Upphæðin, þúsund danskar krónur, nemur rúmum tuttugu þúsund íslenskum krónum. Thomsen segir að sú upphæð hafi gert það að verkum að seðillinn hafi sjaldan verið notaður til greiðslu. Tíu prósent greiðslna í verslunum landsins er í formi peninga og er níutíu prósent þeirra í upphæðum undir 500 dönskum krónum, eða rúmum tíu þúsund íslenskum. Að sögn Thomsen fá Danir því til 31. maí árið 2025 til þess að skila inn þúsund króna seðlum. Á þeim degi verða seðlarnir verðlausir. Verða borgarar þó spurðir hvaðan peningarnir komu þegar þeir skila seðlunum inn, í viðleitni til þess að stemma stigu við peningaþvætti að sögn Thomsen. Þá hyggst seðlabankinn gefa út nýja seðla árin 2028 og 2029. Ekki kemur fram um hve háar upphæðir verður þar að ræða. Þá leggur danski seðlabankinn það til að stjórnvöld í landinu búi svo um hnútana að verslunum í landinu verði heimilt að hafna peningagreiðslum og taka þess í stað einungis við kortum. Danmörk Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að seðlabankinn hafi tilkynnt dönsku þjóðinni þetta á blaðamannafundi í gær. Christian Kettel Thomsen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir seðilinn nú lítið notaðan þar sem Danir séu greiði í mun meira mæli með greiðslukortum. Upphæðin, þúsund danskar krónur, nemur rúmum tuttugu þúsund íslenskum krónum. Thomsen segir að sú upphæð hafi gert það að verkum að seðillinn hafi sjaldan verið notaður til greiðslu. Tíu prósent greiðslna í verslunum landsins er í formi peninga og er níutíu prósent þeirra í upphæðum undir 500 dönskum krónum, eða rúmum tíu þúsund íslenskum. Að sögn Thomsen fá Danir því til 31. maí árið 2025 til þess að skila inn þúsund króna seðlum. Á þeim degi verða seðlarnir verðlausir. Verða borgarar þó spurðir hvaðan peningarnir komu þegar þeir skila seðlunum inn, í viðleitni til þess að stemma stigu við peningaþvætti að sögn Thomsen. Þá hyggst seðlabankinn gefa út nýja seðla árin 2028 og 2029. Ekki kemur fram um hve háar upphæðir verður þar að ræða. Þá leggur danski seðlabankinn það til að stjórnvöld í landinu búi svo um hnútana að verslunum í landinu verði heimilt að hafna peningagreiðslum og taka þess í stað einungis við kortum.
Danmörk Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira