Ákærður fyrir að reyna að bana fyrrverandi: Lífsýni á áfengisflösku á vettvangi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 12:02 Meint árás mannsins á að hafa átt sér stað í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni er ákærður fyrir að reyna að verða henni að bana. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem var kveðinn upp í gær um gæsluvarðhald á hendur manninum. Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira