Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:35 Nýbygging Alþingis verður hin glæsilegasta þegar hún er tilbúin. Vísir/Vilhelm Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51