Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð Laufey Tryggvadóttir skrifar 2. desember 2023 09:01 Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. Aukin þekking bætir stöðugt möguleika á einstaklingssniðinni meðferð, en hún er sniðin að hverjum og einum út frá arfgerð og öðrum þáttum sem einkenna einstaklinginn. Ný íslensk rannsókn staðfestir mikilvægi slíkrar nálgunar fyrir tvo aðskilda hópa kvenna með brjóstakrabbamein. Annars vegar eru það konur með stökkbreytingar í BRCA2-geninu og hins vegar konur sem fá brjóstakrabbamein 40 ára eða yngri en bera ekki slíkar stökkbreytingar. Báðir þessir hópar hafa óvenjuleg tengsl milli forspárþátta og lifunar sem gerir það að verkum að taka þarf tillit til sérstöðu þeirra þegar meðferð er ákveðin. Tvennt er óvenjulegt hjá þessum hópum. Í fyrsta lagi, að þótt vel sé þekkt að hormónajákvæð brjóstakrabbamein spái fyrir um betri horfur en hormónaneikvæð, þá er sambandið öfugt hjá hópunum tveimur og hjá þeim tengjast hormónajákvæðu æxlin verri horfum. Í öðru lagi, að þótt venjulega sé hagstæðara að greinast með mein sem hafa lága æxlisgráðu, þá gildir það ekki fyrir þessa tvo hópa. Mikilvægt er að nýta þessa vitneskju þegar meðferðin er skipulögð og því er nauðsynlegt að vita áður en meðferð hefst, hvort kona sem greinist með brjóstakrabbamein hafi BRCA2-stökkbreytingu. Ákvörðun um meðferð byggist meðal annars á æxlisgráðu og því hvort æxlið sé hormónajákvætt, en við vitum nú að þessa tvo forspárþætti þarf að túlka á annan hátt hjá þessum tveimur hópum heldur en hjá flestum öðrum konum. Hið óvenjulega samband milli forspárþátta og lifunar fyrir þessa tvo hópa vekur einnig upp nýjar líffræðilegar spurningar og gætu áframhaldandi rannsóknir á orsökum þess gefið nýja innsýn í eðli brjóstakrabbameins og jafnvel leitt til nýrra meðferðarmöguleika. Forsagan er sú að fyrir 10 árum gerðum við óvænta uppgötvun, en þær niðurstöður þóttu í fyrstu afar ótrúlegar. Þar kom í ljós að hjá arfberum BRCA2-stökkbreytingar með brjóstakrabbamein var öfugt samband milli framgangs krabbameinsins og þess að æxlin væru hormónajákvæð og með fáar frumuskiptingar, þ.e. öfugt samband miðað við það sem áður var þekkt. Þessir forspárþættir sem almennt spá fyrir um góðar horfur, tengdust verri horfum hjá þessum sérstaka hópi kvenna. Við staðfestum niðurstöðurnar í rannsókn á stærri íslenskum hópi þremur árum síðar, og í kjölfarið hafa birst rannsóknir frá mörgum löndum sem staðfesta að þær gilda einnig fyrir konur af ýmsu þjóðerni, þar á meðal norræn rannsókn sem stýrt var af Krabbameinsfélagi Íslands. Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að svipað samband virðist einnig vera til staðar hjá konum sem greinast ungar með brjóstakrabbamein og því vaknaði sú spurning hvort skýringin gæti legið í því að hjá ungum tilfellum væri svo hátt hlutfall BRCA2-arfbera. Fyrir atbeina hinnar nákvæmu íslensku krabbameinsskrár ásamt umfangsmiklum upplýsingum úr fyrri rannsóknum okkar var hægt að svara þessari spurningu, því af öllum konum sem fengu brjóstakrabbamein árin 1980-2004 höfðu 85% tekið þátt og verið prófaðar fyrir íslensku landnemastökkbreytingunni í BRCA2-geninu. Þar af höfðu 6,7% meðfædda BRCA2 stökkbreytingu oghlutfallið var mun hærra, eða 21%, meðal kvenna sem höfðu greinst 40 ára eða yngri. En þegar þessi 21% sem höfðu BRCA2 stökkbreytingu voru tekin út úr hópi ungu kvennanna var hið öfuga samband enn til staðar, svo að ljóst er að það skýrist ekki af stökkbreytingunni. Næstu skref eru að kanna hvaða önnur atriði í genamengi ungu kvennanna gætu skýrt þessa hegðun æxlanna og jafnframt að leita að orsökum hinnar sérstöku hegðunar æxla sem tengjast BRCA2-stökkbreytingum. Höfundur er yfirmaður faraldsfræðirannsókna hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. Aukin þekking bætir stöðugt möguleika á einstaklingssniðinni meðferð, en hún er sniðin að hverjum og einum út frá arfgerð og öðrum þáttum sem einkenna einstaklinginn. Ný íslensk rannsókn staðfestir mikilvægi slíkrar nálgunar fyrir tvo aðskilda hópa kvenna með brjóstakrabbamein. Annars vegar eru það konur með stökkbreytingar í BRCA2-geninu og hins vegar konur sem fá brjóstakrabbamein 40 ára eða yngri en bera ekki slíkar stökkbreytingar. Báðir þessir hópar hafa óvenjuleg tengsl milli forspárþátta og lifunar sem gerir það að verkum að taka þarf tillit til sérstöðu þeirra þegar meðferð er ákveðin. Tvennt er óvenjulegt hjá þessum hópum. Í fyrsta lagi, að þótt vel sé þekkt að hormónajákvæð brjóstakrabbamein spái fyrir um betri horfur en hormónaneikvæð, þá er sambandið öfugt hjá hópunum tveimur og hjá þeim tengjast hormónajákvæðu æxlin verri horfum. Í öðru lagi, að þótt venjulega sé hagstæðara að greinast með mein sem hafa lága æxlisgráðu, þá gildir það ekki fyrir þessa tvo hópa. Mikilvægt er að nýta þessa vitneskju þegar meðferðin er skipulögð og því er nauðsynlegt að vita áður en meðferð hefst, hvort kona sem greinist með brjóstakrabbamein hafi BRCA2-stökkbreytingu. Ákvörðun um meðferð byggist meðal annars á æxlisgráðu og því hvort æxlið sé hormónajákvætt, en við vitum nú að þessa tvo forspárþætti þarf að túlka á annan hátt hjá þessum tveimur hópum heldur en hjá flestum öðrum konum. Hið óvenjulega samband milli forspárþátta og lifunar fyrir þessa tvo hópa vekur einnig upp nýjar líffræðilegar spurningar og gætu áframhaldandi rannsóknir á orsökum þess gefið nýja innsýn í eðli brjóstakrabbameins og jafnvel leitt til nýrra meðferðarmöguleika. Forsagan er sú að fyrir 10 árum gerðum við óvænta uppgötvun, en þær niðurstöður þóttu í fyrstu afar ótrúlegar. Þar kom í ljós að hjá arfberum BRCA2-stökkbreytingar með brjóstakrabbamein var öfugt samband milli framgangs krabbameinsins og þess að æxlin væru hormónajákvæð og með fáar frumuskiptingar, þ.e. öfugt samband miðað við það sem áður var þekkt. Þessir forspárþættir sem almennt spá fyrir um góðar horfur, tengdust verri horfum hjá þessum sérstaka hópi kvenna. Við staðfestum niðurstöðurnar í rannsókn á stærri íslenskum hópi þremur árum síðar, og í kjölfarið hafa birst rannsóknir frá mörgum löndum sem staðfesta að þær gilda einnig fyrir konur af ýmsu þjóðerni, þar á meðal norræn rannsókn sem stýrt var af Krabbameinsfélagi Íslands. Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að svipað samband virðist einnig vera til staðar hjá konum sem greinast ungar með brjóstakrabbamein og því vaknaði sú spurning hvort skýringin gæti legið í því að hjá ungum tilfellum væri svo hátt hlutfall BRCA2-arfbera. Fyrir atbeina hinnar nákvæmu íslensku krabbameinsskrár ásamt umfangsmiklum upplýsingum úr fyrri rannsóknum okkar var hægt að svara þessari spurningu, því af öllum konum sem fengu brjóstakrabbamein árin 1980-2004 höfðu 85% tekið þátt og verið prófaðar fyrir íslensku landnemastökkbreytingunni í BRCA2-geninu. Þar af höfðu 6,7% meðfædda BRCA2 stökkbreytingu oghlutfallið var mun hærra, eða 21%, meðal kvenna sem höfðu greinst 40 ára eða yngri. En þegar þessi 21% sem höfðu BRCA2 stökkbreytingu voru tekin út úr hópi ungu kvennanna var hið öfuga samband enn til staðar, svo að ljóst er að það skýrist ekki af stökkbreytingunni. Næstu skref eru að kanna hvaða önnur atriði í genamengi ungu kvennanna gætu skýrt þessa hegðun æxlanna og jafnframt að leita að orsökum hinnar sérstöku hegðunar æxla sem tengjast BRCA2-stökkbreytingum. Höfundur er yfirmaður faraldsfræðirannsókna hjá Krabbameinsfélaginu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar