„Hlakka til að berja aðeins á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 08:00 Díana Dögg er spennt fyrir því að berja á stjörnum franska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag. Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sjá meira
Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti