Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2023 09:37 Húsnæði Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu, en þar kemur einnig fram að rúmlega fimmföld eftirspurn hafi verið eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B. Í tilkynningunni segir að heildarfjöldi seldra hluta hafi verið 118.923.851 hlutir og heildarsöluandvirði útboðsins numið tæplega 18 milljörðum króna. Í áskriftarbók A er útboðsgengi 135 kr. á hlut. Áskriftir upp að 500 þúsund krónum að kaupverði voru ekki skertar. Skerðing áskrifta var að öðru leyti hlutfallsleg. Í áskriftarbók B er endanlegt útboðsgengi 155 kr. á hlut. Skerðing áskrifta var í samræmi við skilmála útboðsins. Fjárfestar sem tilgreindu lægra útboðsgengi fengu ekki úthlutun. Seldir voru 39.667.919 eigin hlutir. Útistandandi hlutir Ísfélags í kjölfar útboðs nema 818.612.313 hlutum. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, segist ánægður með viðtökurnar og segir skráninguna styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum hæstánægð með mjög góðar viðtökur í útboði Ísfélagsins sem endurspegla trú fjárfesta á bæði félagið og sjávarútveginn. Við bjóðum fjölbreyttan hóp hluthafa velkominn. Staða Ísfélagsins er afar traust og skráning á Aðalmarkað Kauphallarinnar eflir það enn frekar. Skráningin styrkir áframhaldandi vöxt og getu félagsins til sóknar og til að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem það stendur frammi fyrir,“ segir hann. Í tilkynningu Ísfélagsins segir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun í útboðinu eigi síðar en fjórða desember. Gjalddagi áskriftarloforða er sjötta desember næstkomandi og er ráðgert að afhending hinna nýju hluta til fjárfesta fari fram þann áttunda sama mánaðar. Vestmannaeyjar Kauphöllin Ísfélagið Sjávarútvegur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu, en þar kemur einnig fram að rúmlega fimmföld eftirspurn hafi verið eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B. Í tilkynningunni segir að heildarfjöldi seldra hluta hafi verið 118.923.851 hlutir og heildarsöluandvirði útboðsins numið tæplega 18 milljörðum króna. Í áskriftarbók A er útboðsgengi 135 kr. á hlut. Áskriftir upp að 500 þúsund krónum að kaupverði voru ekki skertar. Skerðing áskrifta var að öðru leyti hlutfallsleg. Í áskriftarbók B er endanlegt útboðsgengi 155 kr. á hlut. Skerðing áskrifta var í samræmi við skilmála útboðsins. Fjárfestar sem tilgreindu lægra útboðsgengi fengu ekki úthlutun. Seldir voru 39.667.919 eigin hlutir. Útistandandi hlutir Ísfélags í kjölfar útboðs nema 818.612.313 hlutum. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, segist ánægður með viðtökurnar og segir skráninguna styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum hæstánægð með mjög góðar viðtökur í útboði Ísfélagsins sem endurspegla trú fjárfesta á bæði félagið og sjávarútveginn. Við bjóðum fjölbreyttan hóp hluthafa velkominn. Staða Ísfélagsins er afar traust og skráning á Aðalmarkað Kauphallarinnar eflir það enn frekar. Skráningin styrkir áframhaldandi vöxt og getu félagsins til sóknar og til að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem það stendur frammi fyrir,“ segir hann. Í tilkynningu Ísfélagsins segir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun í útboðinu eigi síðar en fjórða desember. Gjalddagi áskriftarloforða er sjötta desember næstkomandi og er ráðgert að afhending hinna nýju hluta til fjárfesta fari fram þann áttunda sama mánaðar.
Vestmannaeyjar Kauphöllin Ísfélagið Sjávarútvegur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira