Erlent

Lífsýni úr Ásu við lík fórnar­lambs Heuermanns

Jón Þór Stefánsson skrifar
Rex Heuermann og kona hans Ása Ellerup.
Rex Heuermann og kona hans Ása Ellerup.

Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn.

Mál Heuermanns hefur vakið talsverða athygli hérlendis sem og vestanhafs. Hann var handtekinn grunaður um morð á þremur konum hverra líkamsleifar fundust í strigapoka á Gilgo-ströndinni í New York-ríki Bandaríkjanna.

Kvöldið sem handtakan átti sér stað var erfðaefni úr Ásu tekið með munnvatnssýni. ABC-fréttastofan greinir frá þessu, en þar er haft eftir saksóknara að rannsókn bendi til þess hár frá Ásu hafi fundist á einum strigapokanum. Lífsýnið sem var tekið passi við það.

Þrátt fyrir það vilja saksóknarar málsins meina að Ása hafi ekki átt þátt í morðunum. Hún hafi verið fjarverandi þegar þau hafi verið framin.

Heuermann hefur neitað sök, en hann hefur verið kærður fyrir að verða Melissu Barthelemy, Amber Costello og Megan Waterman að bana. Jafnframt er hann grunaður um morð á fjórðu konunni, Maureen Brainard Barnes. Líkamsleifar allra kvennanna fundust á Gilgo-ströndinni, og en fleiri lík hafa fundist þar.


Tengdar fréttir

Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann.

„Hann er ekki sekur“

Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur.

Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnar­lambið

Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×