Vítabaninn Elín Jóna: „Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 19:31 Elín Jóna fagnar einni af markvörslum sínum í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti magnaðan leik er Ísland tapaði með níu marka mun fyrir Frökkum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld. Hún kveðst fara sátt á koddann. Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn