Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 07:51 Skiptar skoðanir eru á kaupum á kjúklingakjöti í Danmörku. Mustafa Ciftci/Anadolu Agency via Getty Images Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn. Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn.
Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira