Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 07:51 Skiptar skoðanir eru á kaupum á kjúklingakjöti í Danmörku. Mustafa Ciftci/Anadolu Agency via Getty Images Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn. Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn.
Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira