„Hálfsvekkt að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 12:01 Thea segir leikinn við Frakka hafa falið í sér mikinn lærdóm. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Thea Imani Sturludóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í dag. Sæti í milliriðli er undir. Ísland tapaði fyrir afar sterkum Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Thea segir liðið draga lærdóm af þeim leik. Klippa: Spennt fyrir leik dagsins „Það var bara lærdómur. Við getum lært gríðarlega mikið af þessu. Við mættum Noregi á æfingamótinu og núna Frökkum. Það er munur á þessum liðum og öðrum sem við höfum spilað við,“ segir Thea sem hrósar Elínu Jónu Þorsteinsdóttur sem átti stórleik í markinu gegn Frakklandi. „Hún var geggjuð. Það var svo gaman að sjá hana í markinu. Maður var hálfsvekktur að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana. Hún var að gera okkur svo marga greiða.“ Það sem þarf helst að bæta fyrir leik dagsins er að byrja leikinn vel. Ísland var í veseni í byrjun í fyrstu tveimur leikjunum, bæði gegn Slóveníu og Frakklandi. „Við tókum alveg eftir því að báðir leikir byrjuðu ekki nógu vel og við erum að reyna að finna út af hverju. Við munum mæta brjálaðar í næsta leik og förum í hann til að vinna,“ segir Thea sem er spennt fyrir því að mæta Angóla í dag. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea sem setur stefnuna á milliriðil í Þrándheimi. „Já, klárlega við viljum það.“ Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland tapaði fyrir afar sterkum Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Thea segir liðið draga lærdóm af þeim leik. Klippa: Spennt fyrir leik dagsins „Það var bara lærdómur. Við getum lært gríðarlega mikið af þessu. Við mættum Noregi á æfingamótinu og núna Frökkum. Það er munur á þessum liðum og öðrum sem við höfum spilað við,“ segir Thea sem hrósar Elínu Jónu Þorsteinsdóttur sem átti stórleik í markinu gegn Frakklandi. „Hún var geggjuð. Það var svo gaman að sjá hana í markinu. Maður var hálfsvekktur að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana. Hún var að gera okkur svo marga greiða.“ Það sem þarf helst að bæta fyrir leik dagsins er að byrja leikinn vel. Ísland var í veseni í byrjun í fyrstu tveimur leikjunum, bæði gegn Slóveníu og Frakklandi. „Við tókum alveg eftir því að báðir leikir byrjuðu ekki nógu vel og við erum að reyna að finna út af hverju. Við munum mæta brjálaðar í næsta leik og förum í hann til að vinna,“ segir Thea sem er spennt fyrir því að mæta Angóla í dag. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea sem setur stefnuna á milliriðil í Þrándheimi. „Já, klárlega við viljum það.“ Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira