Billie Eilish var í viðtali hjá tímaritinu Variety á dögunum þar sem hún sagðist laðast að konum þrátt fyrir að þær hræddu hana svolítið. Í kjölfarið segist Billie ekki alveg hafa áttað sig á því að hún væri að koma út úr skápnum.
„Ég las greinina og hugsaði ó, ætli ég hafi ekki komið út úr skápnum í dag? Ég er búin að vera svona í langan tíma og talaði bara ekki um það. Nú er þetta komið út. Það er spennandi því fólk vissi þetta greinilega ekki og það er geggjað að það viti þetta núna. Ég er fyrir stelpurnar,“ segir Billie í samtali við Variety.
Billie Eilish opens up about coming out in her Variety cover story: "I didn't realize people didn't know!" | Variety Hitmakers presented by @sonyelectronics https://t.co/xxmgD0zs3Y pic.twitter.com/uDDbCk6tgp
— Variety (@Variety) December 2, 2023
Segir hún að þetta ætti ekki að koma aðdáendum sínum á óvart og spurði meðal annars hvort kynhneigð hennar hafi ekki verið augljós. Nýverið birti hún myndaseríu á Instagram þar sem hún kyssir leikkonuna Odessa A’zion á mynd númer tvö.
Eilish var í sambandi við rokkarann Jesse Rutherford en þau hættu saman síðastliðið vor.