„Maður fær bara gæsahúð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 14:00 Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á fyrsta stórmótinu. Vísir/Valur Páll Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á heimsmeistaramótinu í handbolta. Hún segir íslenska landsliðið ákveðið í að vinna Angóla í dag og tryggja sér þannig sæti í milliriðli. Katrín Tinna spilaði stóran hluta leiksins við Ólympíumeistara Frakka í fyrradag. Hún fagnar því að fá tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér líður bara nokkuð vel. Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur og mikilvægt fyrir okkur að fá að mæta svona sterkum þjóðum og máta okkur við þær.“ „Þetta var virkilega erfitt og þær refsa fyrir hver einustu mistök sem við gerum. Svo maður þarf að fara vel með boltann og skila honum vel af sér. Þetta var samt gaman.“ segir Katrín Tinna. Hún nýtur sín þá vel á mótinu sem er henni lærdómsríkt. „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er mikilvægt og maður lærir mikið af þessu,“ segir Katrín sem tekur hatt sinn ofan fyrir stuðningsmönnum Íslands sem hafa eignað sér stemninguna í keppnishöllinni hér í Stafangri og hvatt íslenska liðið til dáða. „Maður fær eiginlega bara gæsahúð. Það er ómetanlegt að fá svona mikinn og góðan stuðning. Þetta er geggjað fólk þarna uppi í stúku.“ Klippa: Fékk gæsahúð vegna stuðningsins Íslenska liðið ætli sér svo sigur gegn Angóla í dag en liðin mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Ég er bara spennt. Mér finnst við vera klárar í að mæta og taka sigur. Það er það sem við ætlum okkur.“ segir Katrín Tinna. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Losna aldrei við hann“ Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. 4. desember 2023 09:01 „Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. 4. desember 2023 10:30 „Við þurfum að breyta þessu“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. 3. desember 2023 23:31 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Katrín Tinna spilaði stóran hluta leiksins við Ólympíumeistara Frakka í fyrradag. Hún fagnar því að fá tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér líður bara nokkuð vel. Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur og mikilvægt fyrir okkur að fá að mæta svona sterkum þjóðum og máta okkur við þær.“ „Þetta var virkilega erfitt og þær refsa fyrir hver einustu mistök sem við gerum. Svo maður þarf að fara vel með boltann og skila honum vel af sér. Þetta var samt gaman.“ segir Katrín Tinna. Hún nýtur sín þá vel á mótinu sem er henni lærdómsríkt. „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er mikilvægt og maður lærir mikið af þessu,“ segir Katrín sem tekur hatt sinn ofan fyrir stuðningsmönnum Íslands sem hafa eignað sér stemninguna í keppnishöllinni hér í Stafangri og hvatt íslenska liðið til dáða. „Maður fær eiginlega bara gæsahúð. Það er ómetanlegt að fá svona mikinn og góðan stuðning. Þetta er geggjað fólk þarna uppi í stúku.“ Klippa: Fékk gæsahúð vegna stuðningsins Íslenska liðið ætli sér svo sigur gegn Angóla í dag en liðin mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Ég er bara spennt. Mér finnst við vera klárar í að mæta og taka sigur. Það er það sem við ætlum okkur.“ segir Katrín Tinna. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Losna aldrei við hann“ Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. 4. desember 2023 09:01 „Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. 4. desember 2023 10:30 „Við þurfum að breyta þessu“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. 3. desember 2023 23:31 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Losna aldrei við hann“ Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. 4. desember 2023 09:01
„Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. 4. desember 2023 10:30
„Við þurfum að breyta þessu“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. 3. desember 2023 23:31
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31