Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2023 08:31 Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Stéttarfélög Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun