Afdrifaríkar átta vikur framundan Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 13:33 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mætast í Pallborðinu í dag. Vísir Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Í dag eru um átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að ná saman um nýja langtíma samninga áður en skammtímasamningarnir renna út. Til þess að það megi gerast segir verkalýðshreyfingin að sveitarfélögin, ríkið og fyrirtækin verði leggja sitt að mörkum í baráttunni við verðbólguna og til að ná niður verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin gekk ekki sameinuð fram við gerð gildandi skammtímasamnings sem tók gildi hinn 1. nóvember í fyrra. Efling var ekki með öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við samningaborðið og fór í verfallsaðgerðir fljótlega upp úr síðustu áramótum. Samtök atvinnulífsins boðuðu á móti almennt verkbann á félagsmenn Eflingar og deiluefnin hrönnuðust upp fyrir Félagsdómi og Héraðsdómi. Nú sameinast félög og landssambönd í sameiginlegri samninganefnd undir merkjum Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan hálf þrjú í dag. Mikið er í húfi fyrir heimili og fyrirtæki. Forseti ASÍ segir verkalýðshreyfinguna ekki eina geta staðið undir því að minnka verðbólgu og ná niður vöxtum. Sveitarfélögin verði að draga til baka áætlanir um miklar gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og ríkið verði að auka vaxta- og barnabætur og leggja fram raunhæfar áætlanir í húsnæðismálum. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi endurskoða sínar áætlanir nái aðilar vinnumarkaðarins saman um skynsama kjarasamninga. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í dag en áður en fjárlög verða samþykkt fyrir jól krefst verkalýðshreyfingin mikilla breytinga á útgjöldum til barna- og vaxtabóta og annarra tilfærslukerfa ríkisins. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Atvinnurekendur Tengdar fréttir ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Í dag eru um átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að ná saman um nýja langtíma samninga áður en skammtímasamningarnir renna út. Til þess að það megi gerast segir verkalýðshreyfingin að sveitarfélögin, ríkið og fyrirtækin verði leggja sitt að mörkum í baráttunni við verðbólguna og til að ná niður verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin gekk ekki sameinuð fram við gerð gildandi skammtímasamnings sem tók gildi hinn 1. nóvember í fyrra. Efling var ekki með öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við samningaborðið og fór í verfallsaðgerðir fljótlega upp úr síðustu áramótum. Samtök atvinnulífsins boðuðu á móti almennt verkbann á félagsmenn Eflingar og deiluefnin hrönnuðust upp fyrir Félagsdómi og Héraðsdómi. Nú sameinast félög og landssambönd í sameiginlegri samninganefnd undir merkjum Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan hálf þrjú í dag. Mikið er í húfi fyrir heimili og fyrirtæki. Forseti ASÍ segir verkalýðshreyfinguna ekki eina geta staðið undir því að minnka verðbólgu og ná niður vöxtum. Sveitarfélögin verði að draga til baka áætlanir um miklar gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og ríkið verði að auka vaxta- og barnabætur og leggja fram raunhæfar áætlanir í húsnæðismálum. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi endurskoða sínar áætlanir nái aðilar vinnumarkaðarins saman um skynsama kjarasamninga. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í dag en áður en fjárlög verða samþykkt fyrir jól krefst verkalýðshreyfingin mikilla breytinga á útgjöldum til barna- og vaxtabóta og annarra tilfærslukerfa ríkisins.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Atvinnurekendur Tengdar fréttir ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21