Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 18:19 Leyniskyttur þurfa að taka margar jöfnur inn í reikninga sína á löngum skotum. Þessi myndin var tekin á þjálfun úkraínskra leyniskytta fyrr á árinu. Getty/Ozge Elif Kizil Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Fyrra metið var 3.500 metrar og var sett af kanadískum sérsveitarmanni í Írak árið 2017. Blaðamaður Wall Street Journal hefur séð myndband af skotinu sem Kovalskiy tók þann 18. nóvember. Leyniskyttuteymi Kovalskiy var að fylgjast með rússneskri herstöð í Kherson-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar sáu þeir hóp óbreyttra hermanna og fylgdust með þeim um stund, þar til hærra settur hermaður kom og gaf þeim skipanir. Varðmaður Kovalskiy (e. Spotter) reiknaði út fjarlægðina, áætlaði vindinn og tók aðrar breytur inn í myndina. Fyrst skaut Kovalskiy á skotmark í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá rússneska yfirmanninum og þá sáu þeir að þeir höfðu ekki áætlað vindinn rétt. Kovalskiy breytti stillingunum á sjónauka sínum, hlóð nýju skoti í riffilinn og hleypti aftur af, áður en vindurinn breyttist aftur. Hann var byrjaður að pakka riffli sínum þegar einn maður í teyminu, sá sem var á myndavélinni, lýsti því yfir að skotið hefði hæft yfirmanninn. Myndbandið sýnir manninn falla til jarðar og hina hermennina flýja. Þetta er eins og leyniskytta á toppi Perlunnar skyti mann fyrir utan Elko í Lindum. Eins og áður segir var kúlan níu sekúndur á leiðinni og á einum tímapunkti var hún í rúmlega hundrað metra hæð yfir skotmarki sínu. Yfir svona vegalengdir þurfa leyniskyttur meðal annars að huga að hita- og rakastigi, auk þess sem þeir þurfa að taka snúning jarðarinnar inn í reikninga sína. Kovalskiy hefur lengi keypt í skotfimi og hann og varðmaður hans (e. spotter) hafa unnið keppnir í Evrópu á undanförnum áratugum. Kovalskiy segist hafa gengið til liðs við úkraínska herinn á fyrsta degi innrásar Rússa þann 22. febrúar í fyrra. Hann er nú leyniskytta fyrir leyniþjónustu Úkraínu (SBU). Í samtali við blaðamann WSJ sagðist Kovalskiy vilja að Rússar væru meðvitaðir um getu úkraínskra hermanna. „Megi þeir sitja heima hjá sér í ótta,“ sagði hann. Kovalskiy og aðrir í teymi hans segja ólíklegt að rússneski hermaðurinn hafi lifað skotið af. Hann hafi fallið til jarðar samstundis og Kovalskiy segir byssukúlurnar sem hann notar það stórar að ekki sé hægt að lifa svona skot af. Skotin sem leyniskyttan notar eru gerð af úkraínskum byssusmið. Kúlan er tiltölulega stór en skotin sjálf eru sextán sentímetra löng svo hægt er að koma miklu púðri fyrir aftan kúluna. Hlaup byssunnar er framleitt í Bandaríkjunum og sjónaukinn er frá Japan. Að öðru leyti er byssan hönnuð og framleidd í Úkraínu en aðeins um það bil tíu byssur hafa verið framleiddar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Skotvopn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira