Horfum í spegil Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. desember 2023 09:15 Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun