Fullur og á ofsahraða þegar banaslysið varð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 11:10 Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á ökutækinu við bílveltuna. Bíllinn hafnaði 176 metrum frá staðnum þar sem hann fór út af veginum. RNSA Ökumaður fólksbifreiðar sem valt á Meðallandsvegi sunnan við Kirkjubæjarklaustur sumarið 2022 var undir áhrifum áfengis og langt yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Tvítug kona lést í bílslysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað skýrslu sinni vegna slyssins sem varð aðfaranótt föstudagsins 8. júlí. Hiti var átta gráður, veður þurrt og bjart. Fjórir voru í bílnum en fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma að um hefði verið að ræða heimafólk og allir verið á þrítugsaldri. Ökumaður, farþegi í framsæti, tvítug kona í miðju aftursætinu og sá fjórði í aftursætinu fyrir aftan ökumanninn. Fram kemur í samantekt rannsóknarnefndarinnar að bílnum hafi verið ekið hratt í norðausturátt eftir Meðallandsvegi. Meðallandsvegur er tengivegur sem liggur til suðurs frá hringveginum skammt austan Kúðafljóts og tengist hringveginum að nýju skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Hafnaði 176 metrum frá beygjunni Hægri beygja er á veginum þar sem slysið varð. Bílnum var ekið hratt í beygjunni og tók afturendi hennar að renna til vinstri með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Bíllinn endastakkst fjórum sinnum og stöðvaðist á hægri hlið um þrjátíu metra norðan vegarins. Heildarlengd vettvangs var um 176 metrar. Skriðför sáust á veginum á þeim stað sem merktur er A. Bílllinn hafnaði hjá gula hringnum lengst til hægri á myndinni.RNSA Lögregla fékk tilkynningu klukkan 02:55 um nóttina og hélt á vettvang. Farþegi í miðjusæti aftursætis lést á slysstað af völdum fjöláverka. Farþegar í framsæti og vinstra aftursæti slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ökumaður hlaut minniháttar áverka og var undir eftirliti læknis á Kirkjubæjarklaustri. Allir voru spenntir í öryggisbelti þegar slysið varð. Fram kom í fréttum á sínum tíma að grunur væri uppi að ökumaður hefði verið ölvaður. Hraðaútreikningur rannsóknarnefndar gaf til kynna að bílnum hefði verið ekið á 174 kílómetra hraða en leyfður hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar. Skekkjumörk við útreikningana eru 13 kílómetrar á klukkustund. Eftir einn ei aki neinn Bíllinn, Dodge Magnum frá 2005, var tekin til skoðunar. Ekkert benti til þess að rekja mætti orsök slyssins til ástands bílsins sem var búin misslitnum heilsársdekkjum. Rannsóknarnefndin vekur athygli á því í skýrslu sinni að akstur undir áhrifum áfengis hafi verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Hún fjallar líka um of hraðan akstur í skýrslunni. „Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.“ Tilgangurinn með Rannsóknarnefnd samgönguslysa er að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Tengd skjöl MedallandsvegurPDF693KBSækja skjal Skaftárhreppur Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um ölvunarakstur vegna banaslyssins á Meðallandsvegi Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 11. júlí 2022 14:37 Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9. júlí 2022 11:55 Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8. júlí 2022 12:05 Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. 8. júlí 2022 07:13 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað skýrslu sinni vegna slyssins sem varð aðfaranótt föstudagsins 8. júlí. Hiti var átta gráður, veður þurrt og bjart. Fjórir voru í bílnum en fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma að um hefði verið að ræða heimafólk og allir verið á þrítugsaldri. Ökumaður, farþegi í framsæti, tvítug kona í miðju aftursætinu og sá fjórði í aftursætinu fyrir aftan ökumanninn. Fram kemur í samantekt rannsóknarnefndarinnar að bílnum hafi verið ekið hratt í norðausturátt eftir Meðallandsvegi. Meðallandsvegur er tengivegur sem liggur til suðurs frá hringveginum skammt austan Kúðafljóts og tengist hringveginum að nýju skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Hafnaði 176 metrum frá beygjunni Hægri beygja er á veginum þar sem slysið varð. Bílnum var ekið hratt í beygjunni og tók afturendi hennar að renna til vinstri með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Bíllinn endastakkst fjórum sinnum og stöðvaðist á hægri hlið um þrjátíu metra norðan vegarins. Heildarlengd vettvangs var um 176 metrar. Skriðför sáust á veginum á þeim stað sem merktur er A. Bílllinn hafnaði hjá gula hringnum lengst til hægri á myndinni.RNSA Lögregla fékk tilkynningu klukkan 02:55 um nóttina og hélt á vettvang. Farþegi í miðjusæti aftursætis lést á slysstað af völdum fjöláverka. Farþegar í framsæti og vinstra aftursæti slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ökumaður hlaut minniháttar áverka og var undir eftirliti læknis á Kirkjubæjarklaustri. Allir voru spenntir í öryggisbelti þegar slysið varð. Fram kom í fréttum á sínum tíma að grunur væri uppi að ökumaður hefði verið ölvaður. Hraðaútreikningur rannsóknarnefndar gaf til kynna að bílnum hefði verið ekið á 174 kílómetra hraða en leyfður hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar. Skekkjumörk við útreikningana eru 13 kílómetrar á klukkustund. Eftir einn ei aki neinn Bíllinn, Dodge Magnum frá 2005, var tekin til skoðunar. Ekkert benti til þess að rekja mætti orsök slyssins til ástands bílsins sem var búin misslitnum heilsársdekkjum. Rannsóknarnefndin vekur athygli á því í skýrslu sinni að akstur undir áhrifum áfengis hafi verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Hún fjallar líka um of hraðan akstur í skýrslunni. „Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.“ Tilgangurinn með Rannsóknarnefnd samgönguslysa er að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Tengd skjöl MedallandsvegurPDF693KBSækja skjal
Skaftárhreppur Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um ölvunarakstur vegna banaslyssins á Meðallandsvegi Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 11. júlí 2022 14:37 Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9. júlí 2022 11:55 Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8. júlí 2022 12:05 Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. 8. júlí 2022 07:13 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Grunaður um ölvunarakstur vegna banaslyssins á Meðallandsvegi Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 11. júlí 2022 14:37
Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9. júlí 2022 11:55
Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8. júlí 2022 12:05
Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. 8. júlí 2022 07:13