Knattspyrnusamband Evrópu svarar loksins kalli knattspyrnukvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 11:00 Stórstjarnan Vivianne Miedema hjá Arsenal er ein af þeim sem misstu af HM eftir að hafa slitið krossband. Getty/David Price Krossbandaslit knattspyrnukvenna hafa verið mjög áberandi síðustu misseri og margir frábærir leikmenn misstu sem dæmi af heimsmeistaramótinu í ár vegna slíkra meiðsla. Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira