Knattspyrnusamband Evrópu svarar loksins kalli knattspyrnukvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 11:00 Stórstjarnan Vivianne Miedema hjá Arsenal er ein af þeim sem misstu af HM eftir að hafa slitið krossband. Getty/David Price Krossbandaslit knattspyrnukvenna hafa verið mjög áberandi síðustu misseri og margir frábærir leikmenn misstu sem dæmi af heimsmeistaramótinu í ár vegna slíkra meiðsla. Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira