Umfjöllun: Grænland - Ísland 14-37 | Gáfu Grænlendingum engin grið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2023 18:31 Íslendingar sýndu Grænlendingum enga miskunn í leiknum í Fredrikshavn í dag. vísir/diego Ísland vann risasigur á Grænlandi, 14-37, í fyrsta leik sínum í Forsetabikarnum á HM kvenna í handbolta í dag. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með tíu mörk úr jafn mörgum skotum þrátt fyrir að spila aðeins seinni hálfleikinn. Allir leikmenn Íslands fyrir utan varnarmennina Berglindi Þorsteinsdóttur og Sunnu Jónsdóttur skoruðu. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins gríðarlega miklir og himinn og haf skilja þessi lið að. Íslensku stelpurnar voru þó hálf sofandi í byrjun leiks, klúðruðu fjórum dauðafærum, fengu brottvísun fyrir vitlausa skiptingu og lentu 3-0 undir. Íslendingar voru samt ekki lengi að hrista af sér slenið og komust í 5-6. Grænlendingar jöfnuðu í 6-6 á 12. mínútu. Þeir skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Á meðan gerðu Íslendingar þrettán og leiddu með ellefu mörkum í hálfleik, 8-19. Grænlendingar spiluðu mikið með sjö sóknarmenn sem þeir réðu ekkert við. Þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað, alls sautján sinnum í fyrri hálfleik, og Íslendingar refsuðu ítrekað með því að skora eftir hraðaupphlaup eða í tómt markið. Á meðan náðu Grænlendingar aðeins átján skotum á markið í fyrri hálfleik. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fimm þeirra (38 prósent). Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Íslenska liðið spilaði mjög góða 5-1 vörn og fyrir aftan hana varði Hafdís Renötudóttir vel, alls sjö skot (54 prósent). Í sókninni raðaði Þórey Anna svo inn mörkum. Munurinn jókst með hverri mínútunni og á endanum munaði 23 mörkum á liðunum, 14-37. Grænlenska liðið á langt í land og það íslenska sýndi því enga miskunn í dag. Næsti leikur Íslands í Forsetabikarnum er gegn Paragvæ á laugardaginn. Fyrr í dag tapaði Paragvæ fyrir Kína, 23-20, í riðli Íslands. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Ísland vann risasigur á Grænlandi, 14-37, í fyrsta leik sínum í Forsetabikarnum á HM kvenna í handbolta í dag. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með tíu mörk úr jafn mörgum skotum þrátt fyrir að spila aðeins seinni hálfleikinn. Allir leikmenn Íslands fyrir utan varnarmennina Berglindi Þorsteinsdóttur og Sunnu Jónsdóttur skoruðu. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins gríðarlega miklir og himinn og haf skilja þessi lið að. Íslensku stelpurnar voru þó hálf sofandi í byrjun leiks, klúðruðu fjórum dauðafærum, fengu brottvísun fyrir vitlausa skiptingu og lentu 3-0 undir. Íslendingar voru samt ekki lengi að hrista af sér slenið og komust í 5-6. Grænlendingar jöfnuðu í 6-6 á 12. mínútu. Þeir skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Á meðan gerðu Íslendingar þrettán og leiddu með ellefu mörkum í hálfleik, 8-19. Grænlendingar spiluðu mikið með sjö sóknarmenn sem þeir réðu ekkert við. Þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað, alls sautján sinnum í fyrri hálfleik, og Íslendingar refsuðu ítrekað með því að skora eftir hraðaupphlaup eða í tómt markið. Á meðan náðu Grænlendingar aðeins átján skotum á markið í fyrri hálfleik. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fimm þeirra (38 prósent). Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Íslenska liðið spilaði mjög góða 5-1 vörn og fyrir aftan hana varði Hafdís Renötudóttir vel, alls sjö skot (54 prósent). Í sókninni raðaði Þórey Anna svo inn mörkum. Munurinn jókst með hverri mínútunni og á endanum munaði 23 mörkum á liðunum, 14-37. Grænlenska liðið á langt í land og það íslenska sýndi því enga miskunn í dag. Næsti leikur Íslands í Forsetabikarnum er gegn Paragvæ á laugardaginn. Fyrr í dag tapaði Paragvæ fyrir Kína, 23-20, í riðli Íslands.