Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. desember 2023 07:01 Sigríður Hagalín Björnsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Jólasögu. Vísir/Vilhelm „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin. Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin.
Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira