Gefum við Rósi skít í ráðherrann? Signý Jóhannesdóttir skrifar 8. desember 2023 10:00 Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu. Ég hef í gegnum tíðina mótmælt ýmsu á minn hátt. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni vegna framkomu biskupa við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Flokksskírteinið í Samfylkingunni fauk þegar þingmenn hennar samþykktu sérreglur um lífeyrissjóði fyrir þingmenn og ráðherra. Ég sagði upp áskrift af Morgunblaðinu þegar ákveðinn fyrrum ráðherra varð þar ritstjóri. Þegar blöðin héldu áfram að berast safnaði ég þeim í gulan Bónusboka og færði þeim ruslið í Hádegismóana. Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play. Vissulega veit ég að þó að ein kerling sitji föst á sinni sérvisku þá verður ekki héraðsbrestur. Mig langar samt að gera tilraun til að hafa áhrif á aðra, ef það gæti orðið til þess að fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér. Ég er ekki alveg búin að sannfæra Rósa um að taka þátt í þessari frönsku aðferð með mér, því bæði þykir honum vænt um eigin úrgang og svo elskar hann ís. Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili. Höfundur er 66 ára gömul kona sem elskar menn og máleysingja en vill sniðganga vont fólk sem tekur þátt í að brjóta mannréttindi. Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu. Ég hef í gegnum tíðina mótmælt ýmsu á minn hátt. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni vegna framkomu biskupa við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Flokksskírteinið í Samfylkingunni fauk þegar þingmenn hennar samþykktu sérreglur um lífeyrissjóði fyrir þingmenn og ráðherra. Ég sagði upp áskrift af Morgunblaðinu þegar ákveðinn fyrrum ráðherra varð þar ritstjóri. Þegar blöðin héldu áfram að berast safnaði ég þeim í gulan Bónusboka og færði þeim ruslið í Hádegismóana. Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play. Vissulega veit ég að þó að ein kerling sitji föst á sinni sérvisku þá verður ekki héraðsbrestur. Mig langar samt að gera tilraun til að hafa áhrif á aðra, ef það gæti orðið til þess að fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér. Ég er ekki alveg búin að sannfæra Rósa um að taka þátt í þessari frönsku aðferð með mér, því bæði þykir honum vænt um eigin úrgang og svo elskar hann ís. Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili. Höfundur er 66 ára gömul kona sem elskar menn og máleysingja en vill sniðganga vont fólk sem tekur þátt í að brjóta mannréttindi. Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun