Gefum við Rósi skít í ráðherrann? Signý Jóhannesdóttir skrifar 8. desember 2023 10:00 Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu. Ég hef í gegnum tíðina mótmælt ýmsu á minn hátt. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni vegna framkomu biskupa við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Flokksskírteinið í Samfylkingunni fauk þegar þingmenn hennar samþykktu sérreglur um lífeyrissjóði fyrir þingmenn og ráðherra. Ég sagði upp áskrift af Morgunblaðinu þegar ákveðinn fyrrum ráðherra varð þar ritstjóri. Þegar blöðin héldu áfram að berast safnaði ég þeim í gulan Bónusboka og færði þeim ruslið í Hádegismóana. Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play. Vissulega veit ég að þó að ein kerling sitji föst á sinni sérvisku þá verður ekki héraðsbrestur. Mig langar samt að gera tilraun til að hafa áhrif á aðra, ef það gæti orðið til þess að fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér. Ég er ekki alveg búin að sannfæra Rósa um að taka þátt í þessari frönsku aðferð með mér, því bæði þykir honum vænt um eigin úrgang og svo elskar hann ís. Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili. Höfundur er 66 ára gömul kona sem elskar menn og máleysingja en vill sniðganga vont fólk sem tekur þátt í að brjóta mannréttindi. Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu. Ég hef í gegnum tíðina mótmælt ýmsu á minn hátt. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni vegna framkomu biskupa við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Flokksskírteinið í Samfylkingunni fauk þegar þingmenn hennar samþykktu sérreglur um lífeyrissjóði fyrir þingmenn og ráðherra. Ég sagði upp áskrift af Morgunblaðinu þegar ákveðinn fyrrum ráðherra varð þar ritstjóri. Þegar blöðin héldu áfram að berast safnaði ég þeim í gulan Bónusboka og færði þeim ruslið í Hádegismóana. Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play. Vissulega veit ég að þó að ein kerling sitji föst á sinni sérvisku þá verður ekki héraðsbrestur. Mig langar samt að gera tilraun til að hafa áhrif á aðra, ef það gæti orðið til þess að fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér. Ég er ekki alveg búin að sannfæra Rósa um að taka þátt í þessari frönsku aðferð með mér, því bæði þykir honum vænt um eigin úrgang og svo elskar hann ís. Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili. Höfundur er 66 ára gömul kona sem elskar menn og máleysingja en vill sniðganga vont fólk sem tekur þátt í að brjóta mannréttindi. Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar