Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 21:04 Elon Musk krefst þess að hann verði tímabundið gerður að eina forsjáraðila barnanna. EPA Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus. Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira