Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. desember 2023 08:01 Fjölskylda Árna Elliott stendur þétt við bakið á honum í veikindunum. Undanfarna mánuði hafa þau þurft að reiða himinháan kostnað vegna veikindanna alfarið úr eigin vasa. Aðsend „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi. Kostnaðurinn hleypur á mörgum tugum milljóna og hefur nánasta fjölskylda Árna þurft að hlaupa undir bagga þar sem engin stuðningur hefur fengist frá sjúkratryggingum eða ríkinu. Föst í Portúgal Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga saman tvo drengi sem eru 7 og 11 ára. Fjölskyldan fluttist heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir að hafa verið búsett í Portúgal. Í júní síðastliðnum fór fjölskyldan aftur út til Portúgal til að ganga frá ýmsum málum og sækja hluti sem þau höfðu skilið eftir við flutningana til Íslands. „Á fyrsta degi úti veiktist Árni mikið og var rúmliggjandi allan tímann sem þau ætluðu sér að vera úti í Portúgal. Hann var mjög slappur og gat lítið dregið andann. Það vissi enginn hvað var að og sögðu læknar að það væri um mjög alvarleg lungavandamál að ræða, þannig var hann sendur í fullt af rannsóknum,“ segir Halldór. Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga tvo unga drengi.Aðsend Í ágúst síðastliðnum var Árni greindur með PAP (auto immune pulmonary alveolar proteinosis) en um er að ræða afar sjaldgæfan lungasjúkdóm. Síðan þá hafa einnig komið fram fleiri fylgikvillar, til að mynda sjálfsofnæmi, covid og fleira líkamlegt sem hefur ekki hjálpað þessu ferli. PAP er að sögn Halldórs afar lítið þekktur sjúkdómur hér á landi. Hann bætir við að PAP hafi áður verið ólæknandi en undanfarin ár hafi þó aðeins verið að þokast til þegar kemur að læknismeðferð á sjúkdómnum. „Læknarnir hérna heima þekkja sjúkdóminn eitthvað en þeir hafa lítið sem ekkert meðhöndlað hann hér. Þegar Árni greinist hefur hann samband við Lungasamtökin til að afla sér þekkingar um sjúkdóminn og hvernig er hægt að þjónusta hann, þar sem þau ætluðu sér alltaf aftur heim til Akureyrar. Þá er honum tjáð að enginn starfandi lungalæknir sé á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og þar að leiðandi sé ekki möguleiki fyrir fjölskylduna að koma aftur heim til Akureyrar." Að sögn Halldórs hafa læknarnir í Portúgal þekkingu á PAP og geta boðið Árna viðeigandi meðferð. Eftir að Árni greindist með sjúkdóminn ytra hefur fjölskyldan dvalið í Portúgal. Þeim hefur verið tjáð að læknum að Árni sé ekki „fit to flight“, að hann megi ekki fljúga í þessu ástandi. Árni hefur þurft að gangast undir svokallaða „lungaboost“ meðferð þrisvar til fimm sinnum í viku til að halda sjúkdómnum í skefjum. Leigir út íbúðina og flutti til foreldranna Að sögn Halldórs þarf Árni að sækja einkarekinn spítala í Portúgal. Meðferðin kostar tugi þúsunda í hvert skipti og þar fyrir utan eru myndatökur, rannsóknir og fleira sem kosta annað eins. Hingað til hefur fjölskyldan þurft að reiða allan kostnað fram úr eigin vasa. Ofan á það bætist við allur uppihaldskostnaður en síðastliðið sumar þurfti fjölskyldan að flakka á milli Airbnb leiguíbúða, viku eftir viku. Að sögn Halldórs eru þau nú loksins komin í aðeins varanlegra húsnæði. Halldór segir ljóst að ef ekki væri fyrir fjárhagslegan stuðning fjölskyldunnar þá væri bróðir hans í margfalt verri stöðu.Aðsend „Ég hugsa oft til þess hver staðan á honum væri í dag ef ég, ásamt fjölskyldunni værum ekki búinn að vinna fyrir okkur í gegnum tíðina og við hefðum ekki getað lagt út pening.“ En ljóst er að kostnaðurinn er gífurlegur, og hleypur að sögn Halldórs á mörgum tugum milljóna. Halldór hefur að eigin sögn lagt út allt sitt fé til að hlaupa undir bagga með bróður sínum og fjölskyldu hans. Það hafa foreldrar bræðranna gert sömuleiðis. Þá greip Halldór til þess ráðs að leigja út íbúðina sína og flytja tímabundið heim til foreldra sinna. Fjölskyldan hefur einnig skilað íbúðinni sem Árni og fjölskylda bjuggu á Akureyri, ásamt því að þurfa að selja allar þeirra eigur til að eiga fyrir sjúkrahúsheimsóknum. Að sögn Halldórs hefur fjölskyldan fengið þau svör frá TR að þau muni fá kostnaðinn greiddan til baka. „En það er þó nokkur tími síðan öllum gögnum var skilað þar inn og lítið og ekkert um svör. Þetta er allt í svo mikilli óvissu. Það er eins og það sé ekkert kerfi sem grípur utan um einstaklinga í þessari stöðu.“ Árni hefur leitað til félagsmálayfirvalda á Akureyri en Halldór segir bróður sinn lítið sem enga fjárhagsaðstoð frá ríkinu eða sveitarfélaginu. Þau binda þó vonir við að það muni breytast. Taka einn dag í einu Halldór segir undanfarna mánuði hafa verið stöðuga þrautagöngu. Á dögunum setti hann af stað styrktarsöfnun til að styðja við bakið á bróður sínum og fjölskyldu hans. Það er úrræði sem hann vildi síst af öllu þurfa að grípa til. „En ég leitaði til margra, þar á meðal háttsettra aðila og þetta er það sem allir ráðlögðu mér. Eins og staðan er núna þá sé ég ekki annað fært,“ segir hann. „Við erum búinn að bíða og vona í alltof langan tíma núna og þurfum einfaldlega hjálp. Mér finnst mjög erfitt að gera þetta og hélt ég að ég þyrfti aldrei að standa í þessu.“ Hann segir fjölskylduna taka einn dag í einu. En óvissan er erfið. Þau vita ekkert um framhaldið. „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég alveg búinn á því, mér finnst kerfið ekki vera að grípa hann og allt á herðum fjölskyldunnar.“ Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum er bent á eftirfarandi styrktareikning. Rknr: 511-14-54628 Kt: 020493-2839 Heilbrigðismál Portúgal Sjúkratryggingar Akureyri Íslendingar erlendis Helgarviðtal Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Kostnaðurinn hleypur á mörgum tugum milljóna og hefur nánasta fjölskylda Árna þurft að hlaupa undir bagga þar sem engin stuðningur hefur fengist frá sjúkratryggingum eða ríkinu. Föst í Portúgal Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga saman tvo drengi sem eru 7 og 11 ára. Fjölskyldan fluttist heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir að hafa verið búsett í Portúgal. Í júní síðastliðnum fór fjölskyldan aftur út til Portúgal til að ganga frá ýmsum málum og sækja hluti sem þau höfðu skilið eftir við flutningana til Íslands. „Á fyrsta degi úti veiktist Árni mikið og var rúmliggjandi allan tímann sem þau ætluðu sér að vera úti í Portúgal. Hann var mjög slappur og gat lítið dregið andann. Það vissi enginn hvað var að og sögðu læknar að það væri um mjög alvarleg lungavandamál að ræða, þannig var hann sendur í fullt af rannsóknum,“ segir Halldór. Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga tvo unga drengi.Aðsend Í ágúst síðastliðnum var Árni greindur með PAP (auto immune pulmonary alveolar proteinosis) en um er að ræða afar sjaldgæfan lungasjúkdóm. Síðan þá hafa einnig komið fram fleiri fylgikvillar, til að mynda sjálfsofnæmi, covid og fleira líkamlegt sem hefur ekki hjálpað þessu ferli. PAP er að sögn Halldórs afar lítið þekktur sjúkdómur hér á landi. Hann bætir við að PAP hafi áður verið ólæknandi en undanfarin ár hafi þó aðeins verið að þokast til þegar kemur að læknismeðferð á sjúkdómnum. „Læknarnir hérna heima þekkja sjúkdóminn eitthvað en þeir hafa lítið sem ekkert meðhöndlað hann hér. Þegar Árni greinist hefur hann samband við Lungasamtökin til að afla sér þekkingar um sjúkdóminn og hvernig er hægt að þjónusta hann, þar sem þau ætluðu sér alltaf aftur heim til Akureyrar. Þá er honum tjáð að enginn starfandi lungalæknir sé á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og þar að leiðandi sé ekki möguleiki fyrir fjölskylduna að koma aftur heim til Akureyrar." Að sögn Halldórs hafa læknarnir í Portúgal þekkingu á PAP og geta boðið Árna viðeigandi meðferð. Eftir að Árni greindist með sjúkdóminn ytra hefur fjölskyldan dvalið í Portúgal. Þeim hefur verið tjáð að læknum að Árni sé ekki „fit to flight“, að hann megi ekki fljúga í þessu ástandi. Árni hefur þurft að gangast undir svokallaða „lungaboost“ meðferð þrisvar til fimm sinnum í viku til að halda sjúkdómnum í skefjum. Leigir út íbúðina og flutti til foreldranna Að sögn Halldórs þarf Árni að sækja einkarekinn spítala í Portúgal. Meðferðin kostar tugi þúsunda í hvert skipti og þar fyrir utan eru myndatökur, rannsóknir og fleira sem kosta annað eins. Hingað til hefur fjölskyldan þurft að reiða allan kostnað fram úr eigin vasa. Ofan á það bætist við allur uppihaldskostnaður en síðastliðið sumar þurfti fjölskyldan að flakka á milli Airbnb leiguíbúða, viku eftir viku. Að sögn Halldórs eru þau nú loksins komin í aðeins varanlegra húsnæði. Halldór segir ljóst að ef ekki væri fyrir fjárhagslegan stuðning fjölskyldunnar þá væri bróðir hans í margfalt verri stöðu.Aðsend „Ég hugsa oft til þess hver staðan á honum væri í dag ef ég, ásamt fjölskyldunni værum ekki búinn að vinna fyrir okkur í gegnum tíðina og við hefðum ekki getað lagt út pening.“ En ljóst er að kostnaðurinn er gífurlegur, og hleypur að sögn Halldórs á mörgum tugum milljóna. Halldór hefur að eigin sögn lagt út allt sitt fé til að hlaupa undir bagga með bróður sínum og fjölskyldu hans. Það hafa foreldrar bræðranna gert sömuleiðis. Þá greip Halldór til þess ráðs að leigja út íbúðina sína og flytja tímabundið heim til foreldra sinna. Fjölskyldan hefur einnig skilað íbúðinni sem Árni og fjölskylda bjuggu á Akureyri, ásamt því að þurfa að selja allar þeirra eigur til að eiga fyrir sjúkrahúsheimsóknum. Að sögn Halldórs hefur fjölskyldan fengið þau svör frá TR að þau muni fá kostnaðinn greiddan til baka. „En það er þó nokkur tími síðan öllum gögnum var skilað þar inn og lítið og ekkert um svör. Þetta er allt í svo mikilli óvissu. Það er eins og það sé ekkert kerfi sem grípur utan um einstaklinga í þessari stöðu.“ Árni hefur leitað til félagsmálayfirvalda á Akureyri en Halldór segir bróður sinn lítið sem enga fjárhagsaðstoð frá ríkinu eða sveitarfélaginu. Þau binda þó vonir við að það muni breytast. Taka einn dag í einu Halldór segir undanfarna mánuði hafa verið stöðuga þrautagöngu. Á dögunum setti hann af stað styrktarsöfnun til að styðja við bakið á bróður sínum og fjölskyldu hans. Það er úrræði sem hann vildi síst af öllu þurfa að grípa til. „En ég leitaði til margra, þar á meðal háttsettra aðila og þetta er það sem allir ráðlögðu mér. Eins og staðan er núna þá sé ég ekki annað fært,“ segir hann. „Við erum búinn að bíða og vona í alltof langan tíma núna og þurfum einfaldlega hjálp. Mér finnst mjög erfitt að gera þetta og hélt ég að ég þyrfti aldrei að standa í þessu.“ Hann segir fjölskylduna taka einn dag í einu. En óvissan er erfið. Þau vita ekkert um framhaldið. „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég alveg búinn á því, mér finnst kerfið ekki vera að grípa hann og allt á herðum fjölskyldunnar.“ Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum er bent á eftirfarandi styrktareikning. Rknr: 511-14-54628 Kt: 020493-2839
Heilbrigðismál Portúgal Sjúkratryggingar Akureyri Íslendingar erlendis Helgarviðtal Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent